Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 142
140
J
dóttir, hjúkrunarkona, séð um Ijósastofuna, en henni til aðstoðar
liafa einnig unnið þar frú Guðrún Sigurbjörnsdóttir og Pálína Gunn-
laugsdóttir. Tekjuöflun gekk nú erfiðlegar en áður vegna þess, að
deildin fékk hverg'i inni fyrir áramótadansleik sinn, sem undanfarið
hefur verið langstærsti tekjuliðurinn. Aðrar venjulegar fjáraflaleiðir
reyndust líkar og áður, bæði merkjasala og styrkir. Öskudagssöfn-
unin varð heldur meiri en nokkru sinni áður, eða kr. 7853,00, og því
hlutur deildarinnar kr. 3926,50, en árið 1950 nam merkjasalan kr.
7518,70. Deildin hélt einn dansleik á árinu, en hafði aðeins kr. 2300,00
í tekjur af honum. Félagar í árslok 1950 voru 436 ársfélagar og 33
ævifélagar.
Heils u v er ndar s töð var.
1. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Berklavarnir. Árið 1950 voru framkvæmdar 27370 læknis-
skoðanir (24514 árið 1949) á 19255 manns (17188). Tala skyggninga
var 15180 (15639). Annazt var um röntgenmyndatöku 758 (631)
sinnum. Auk þess var framkvæmd 4381 loftbrjóstaðgerð (4168).
119 (100) sjúklingum var útveguð sjúkrahúss- eða hælisvist. Berkla-
próf voru framkvæmd á 4305 (3066) manns. Enn fremur var annazt
um 463 (730) hrákarannsóknir. Auk 140 (293) rælctana úr hráka
var 204 (153) sinnum ræktað úr magaskolvatni. Séð var um sótt-
hreinsun á heimilum allra smitandi sjúklinga, sem að heiman fóru.
950 (2281) manns, einkum börn og unglingar, voru bólusett gegn
berklaveiki. Munu nú alls hafa verið bólusettir um 6450 manns. Skipta
má þeim, er rannsakaðir voru, í 3 flokka: 1) Þeir, sem verið höfðu
undir eftirliti stöðvarinnar að minnsta kosti tvisvar á ári og henni
því áður kunnir, alls 1098 (907) manns. Þar af voru karlar 381 (303),
konur 643 (527), börn 74 (77). Meðal þeirra fannst virk berklaveiki
í 65 (62), eða 5,9% (6,8%). í 52 (35) tilfellum, eða 4,7% (3,9%),
var um sjúklinga að ræða, sem veikzt höfðu að nýju eða versnað frá
fyrra ári. Hinir 13 (27) höfðu haldizt svo til óbreyttir frá 1949. 29 (20)
sjúklingar, eða 2,6% (2,2%), höfðu smitandi berklaveiki í lungum.
25 (13) þeirra, eða 2,3% (1,4%), urðu smitandi á árinu. Af þeim
voru einungis 5 smitandi við beina smásjárrannsókn, en í 20 fannst
fyrst smit við nákvæmari leit, ræktun úr hráka eða magaskolvatni.
2) Þeir, sem vísað var til stöðvarinnar í 1. sinn eða komið höfðu áður,
án þess að ástæða væri talin til að fylgjast frekar með þeim, alls 6270
(6492) manns. Þar af voru karlar 1711 (1680), konur 2559 (2699),
börn yngri en 15 ára 2000 (2113). Meðal þeirra reyndust 134 (150),
eða 2,1% (2,3%), með virka berklaveiki. 29 þeirra, eða tæplega 0,5%
(0,3%), höfðu smitandi berklaveiki. í 8 þeirra fannst fyrst smit við
ræktun. 3) Stefnt í hópskoðun, alls 10480 manns (9789). 1461 þeirra
voru börn yngri en 15 ára. Virk berklaveiki fannst í 15 (16), eða
0,14% (0,16%), (8 konuin, 6 körlum og 1 barni). Smit fannst í 7
þeirra, eða 0,07% (7, eða 0,07%). 4) Hverfisskoðun, alls 1407 manns
(þar af 461 barn). Meðal þeirra fundust 2 (0,14%) með virka berkla-
veiki. Hvorugt reyndist vera smitandi.