Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 208
206
Frh. af bls. 144.
Sjúkrasamlag Grafningshrepps ........... 31
— Ölfushrepps .............................. 212
— Slteiðahrepps ............................ 150
— Gnúpverja ................................ 167
— Hrunamannahrepps ......................... 262
— Biskupstungnahrepps ...................... 268
— Grímsneshrepps ........................... 162
— Laugardalshrepps ......................... 106
— Hveragerðishrepps ........................ 267
— Keflavíkur .............................. 1115
— Njarðvíkurhrepps ......................... 297
— Gerðahrepps............................... 248
— Miðneshrepps ............................ 314
— Grindavikurhrepps ........................ 324
Meðlimir samtals 83736
Meðlimatala hinna lögskráðu sjúkrasamlaga hefur þannið numið
58,7% (1949: 57,2%) allra landsmanna, auk barna innan 16 ára
aldurs, sem tryggð eru með foreldrum sínum. Ef gert er ráð fyrir,
að barna- og unglingafjöldinn nemi allt að hálfri tölu hinna full-
orðnu, sem láta mun nærri, taka tryggingarnar orðið til 88% allra
landsmanna.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Akranes. Bæjarhjúkrunarkona sjúkrasamlagsins starfaði allt árið.
Stykkishólms. Sjúkrasamlög aðeins i 2 hreppum, Stvkkishólms-
og Miklaholtshreppi. Hagur þeirra mun vera sæmilegur.
Búðardals. Sjúkrasamlögum hefur ekki fjölgað, og er aðeins 1
sjúkrasamlag í sýslunni, Sjúkrasamlag Laxdæla.
Reykhóla. 1 sjúkrasamlag var stofnað á árinu, sjúkrasamlag Geira-
dalshrepps. Atkvæðagreiðsla fór einnig fram um stofnun sjúkrasam-
lags í Beykhólahreppi, en fellt var að stofna það i annarri atrennu,
þó með jöfnum atkvæðum.
Flateyrar. Minningarsjóður Maríu Össursdóttur keypti röntgen-
tæki og hélt uppi ljósbaðastarfsemi eins og áður. Hjúkrunarkona
starfaði á Suðureyri og sá um ljósböð. Sjúkrasamlög starfandi í öll-
um hreppum héraðsins.
ísafj. Starfsemi berklavarnarstöðvar hagað á saina hátt og verið
hefur undanfarin ár og aðsókn svipuð og áður. Þessi starfsemi býr
við ófullnægjandi aðbúð, hornreka á sjúkrahúsi ísafjarðar, og hefur
til afnota aflóga röntgentækisgarm og lélega smásjá. Haft var eftirlit
með nýsmituðum börnum og unglingum mánaðarlega eða oftar,
meðan ástæða þótti til. 1 nemandi gagnfræðaskólans, sem hafði bólgna
kirtla á bak við lungu, fékk inflúenzu og sár í lungu upp úr því. Fór
á Kristnes eftir áramót. Sjúkrasamlög störfuðu á sama hátt og síðast
liðið ár. Vegna vaxandi tilkostnaðar varð halli á rekstrinum. Sam-
lagið á ísafirði greiddi tillag vegna tannaðgerða skólabarna, og á
vegum þess var rekið ungbarnaeftirlit. Hjúkrunarfélög: Til er Rauða-