Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 209
207
krossdeild, sem ekkert aðhefst. Berklavarnarstöðin er rekin á kostnað
bæjarsjóðs með styrk úr ríkissjóði. Ungbarnaeftirlit fór fram tvisvar
í mánuði. Önnuðust læknar samlagsins það ásamt bæjarhjúkrunar-
konunni.
Hólmavíkur. SjúkrasamlÖg starfrækt í 3 hreppum af 6, eins og
áður og með svipuðu sniði. Þó munu samlögin smátt og smátt hafa
aukið réttindi meðlima sinna, hvað snertir greiðslur fyrir ferðir
læknis og flutningskostnað sjúklinga í sjúkrahús utanhéraðs.
Hvammsianga. Aðsókn að skýlinu heldur meiri en árið áður.
Blönduós. Sjúkrasamlag var stofnað í Höfðahreppi og tók til starfa
1. júlí. Eru þá starfandi samlög í öllum hreppum héraðsins nema
Skaga-, Vindhælis- og Torfalækjarhreppum.
Sauðárkróks. Sjúklingar á sjúkrahúsinu aðeins færri en í fyrra,
en legudagafjöldi aftur mun meiri. Ambulant voru gerðar allmargar
minna háttar aðgerðir á sjúkrahúsinu, eins og venjulega, bæði í svæf-
ingu og án þess. Auk röntgenrannsókna á sjúklingum sjúkrahússins
og nokkurra, sem stöðugt koma til eftirlits, voru 40 sjúklingar
skyggndir og 28 röntgenmyndaðir. Loftbrjóstaðgerðir með skyggn-
ingu voru gerðar 32 sinnum á 4 sjúklingum. Sjúkrasamlög eru nú í
öllum hreppum læknishéraðsins, nema Skefilsstaðahreppi, en kemur
væntanlega þar á þessu nýbyrjaða ári.
Hofsós. 1 byrjun árs tók sjúkrasamlag til starfa í Hólahreppi og i
Viðvíkurhreppi á miðju ári. Eru þá loks starfandi sjúkrasamlög í
öllum hreppum héraðsins.
Akuregrar. Heilsuverndarstöð Akureyrar og Rauðakrossdeild Ak-
ureyrar hafa starfað með sama hætti og áður, og visast til skýrslna
þessara stofnana um frekari upplýsingar.
Ólafsfj. Iðgjald á árinu kr. 10,00 á mánuði. Enn þá nolckrir, sein
sloppið hafa frá upphafi við að greiða tillög. Virðist því lögin ekki
ná til allra. Heilsuverndarstörf ekki önnur en þau, sem héraðslæknir
vinnur, eftir því sem ástæða er til. Röntgentækið talsvert notað.
Grenivikur. Sjúkrasamlögin í héraðinu hafa starfað með sama
hætti og undanfarin ár. Iðgjald sjúkrasamlags Grýtubakkahrepps
síðast liðið ár kr. 80,00 á meðlim; var það ekki hækkað á árinu, þrátt
fyrir töluverða hækkun á lyfjum. Af þessum orsökum var afkoma
þess verri en síðast liðið ár. Ohjákvæmilegt verður að hækka iðgjaldið.
Kópaskers. Á árinu var stofnað sjúkrasamlag á Raufarhöfn. Er þá
enn aðeins Fjallahreppur sjúkrasamlagslaus. Þar er fámenni svo mikið,
að erfitt verður að halda þar uppi sjálfstæðu sjúkrasamlagi, enda jafn-
vel örðugt að hafa þar sérstakt hreppsfélag. Eru þar nú aðeins 4 jarðir
í ábúð og fámennt á sumum. Fjárhagsafkoma sjúkrasainlaganna var
dágóð, þrátt fyrir lág sjúkrasamlagsgjöld (frá 100 til 118 kr. yfir árið).
Þórshafnar. Enn er aðeins starfandi samlag í Þórshafnar- og Sauða-
neshreppum.
Seyðisfj. Um eiginlega sjúkrahjúkrun er ekki annars staðar að ræða
en í sjúkrahúsinu, því að engin starfandi hjúkrunarkona er í bænum,
og oft hefur gengið erfiðlega að fá hjúkrunarkonu i sjúkrahúsið. Nú
hefur þó rætzt úr þvi, en aðeins með því að leita út fyrir landsteinana.
Sjúkrasamlög eru 2 í læknishéraðinu, Seyðisfjarðarkaupstað og