Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 214
212
og rannsakaður gerlafjöldi, upphitun við gerilsneyðingu og fitumagn.
Tekin voru um 63 sýnishorn af gerilsneyddri mjólk á mánuði, ýmist
úr átöppunarvélum, áfylltum flöskum eða úr brúsum á útsölustað.
Greinileg framför virðist hafa átt sér stað á árinu. í byrjun þess
reyndist gerlafjöldi of hár í 4. hverju og seinna í 8.—10. hverju sýnis-
horni, en 2 síðustu mánuði ársins var mjólkin óaðfinnanleg. Upp-
hitun mjólkur við gerilsneyðingu reyndist ætíð nægileg. Mjólkin
reyndist allt árið vel feit, 3,5—4%, og er óhætt að segja, að við Reyk-
víkingar fáum nú mjög holla og góða mjólk. Þvottur á mjólkurflösk-
um er alltaf rannsakaður við og við. Reyndist þvotturinn vera lé-
legur í byrjun ársins, og kom í Ijós, að klórið i þvottavatninu reynd-
ist of lítið, þótt farið hafi verið eftir fyrirmælum verksmiðjunnar um
þetta atriði. Er nú sjaldgæft að finna illa þvegna flösku. Það er að
sjálfsögðu ekki síður ástæða til að fylgjast með hinni ógerilsnevddu
mjólk og aðstæðum þeim, sem hún er framleidd við en með geril-
sneyddu mjólkinni úr mjólkurstöðinni, enda þarf, samkv. heilbrigðis-
samþykktinni nýju, leyfi heilbrigðisnefndar til sölu á mjólk beint til
neytenda. Skoðun, sem framkvæmd var á árinu hjá öllum mjólkur-
framleiðendum í lögsagnarumdæminu, Ieiddi í ljós, að ástandið var
síður en svo ákjósanlegt. Fjósin voru víða mjög óþrifaleg og með-
ferð mjólkurinnar yfirleitt ábótavant. 42 mjólkurframleiðendur seldu
mjólk beint til neytenda. 18 þeirra höfðu ekki sérstakan mjólkurklefa,
og 21 hafði engan kæliútbúnað fyrir mjólkina. Tekin voru 85 sýnis-
horn af mjólk hjá þessum mjólkurframleiðendum, og reyndist gerla-
talan vera of há í 35 þeirra og fitumagn of lágt í 15. Rjómaís var fram-
leiddur í 24 stöðum yfir sumarmánuðina, en í 11 stöðum í lok ársins.
Aðbúnaður og aðstæður allar voru mjög misjafnar hjá framleiðend-
um og gæði íssins sömuleiðis, og þó fylgdist þetta hvergi nærri alltaf
að. Hér eins og víða annars staðar sannast það, að meira er komið
undir vandvirkni og þrifnaðarkennd þess, er með vöruna fer, en undir
aðbúnaðinum, þótt nokkuð öryggi fylgi ströngum kröfum á þessu
sviði. Rjómaísframleiðendur syndguðu talsvert gegn ákvæðum heil-
brigðissamþykktarinnar um gerlafjölda og fitumagn í ísnum, og þó
breyttist þetta hvort tveggja talsvert til batnaðar á árinu. Gerlafjöld-
inn reyndist of mikill í 50 af 89 sýnishornum, og aðeins 27 af 89
sýnishornum höfðu tilskilið fituinnihald, 15%. Gerlafjöldinn reynd-
ist vera frá 200 upp í 15,5 milljónir í 1 cm3 og fituinnihald frá 4—
26,5%. Ástandið í kjötmálum bæjarins er ekki gott. Húsnæði fyrir
kjötskoðun og kjötmat samkv. lögum, er ekki fyrir hendi. Mikið af
kjöti því, sem neytt er í bænum, gengur þess vegna aldvei i gegnum
heilbrigðisskoðun né gæðamat. Er augljóst, að þetta hefur í för með
sér sýkingarhættu fyrir bæjarbúa, auk þess sem eftirlit með verðlagi
samkvæmt gæðamati er óframkvæmanlegt. Móttöku- og afgreiðslu-
skilyrði í aðalkjötgeymslum bæjarins eru slæm og fyrirkomulag
óhentugt. Kjötið fær því ekki eins hreinlega meðferð og skyldi. Kjöt-
vinnslustaðir hafa undantekningarlítið ónóg eða slæm húsakynni, og
kjöt og kjötvörur verða iðulega fyrir skeinmdum af þessum sökum.
Viðunandi umbætur til frambúðar á núverandi kjötvinnslustöðvum
koma ekki til greina sökum plássleysis og annarra ástæðna, enda af