Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 216
214
natriumhypochlorit. Átakanlegasta dæmið, sem ég þekki um nauð-
syn á eftirliti með matvælum hér í bæ, rakst ég á snemma á árinu i
fiskverkunarstöð í útjaðri bæjarins. Það upplýstist, að fiskurinn var
þveginn og burstaður upp úr sjó. í sýnishornum, sem strax voru
tekin af sjónum, fundust ógrynni af coligerlum, sem ekki var að
furða, þar eð fjöldi holræsa lá út í sjávarmálið þar í grenndinni.
Seinna komst ég að raun um, að önnur fiskverkunarstöð gerði slíkt
hið sama, þegar lítið var um vatn. Það er ekki að furða, þótt fiskur
okkar hafi reynzt alveg sérstaklega coliríkur, þegar hann hefur verið
rannsakaður í markaðslöndum okkar. Síðan í vor hefur vatnsveitu-
vatn eingöngu verið notað til fiskþvotta, og verður svo að sjálfsögðu
framvegis. Mikil vinna hefur verið lögð í eftirlit með veitingastöðum
bæjarins, sem eru 60. Hér skal aðeins getið viðleitni heilbrigðiseftir-
litsins til að bæta uppþvott á veitingastöðuin. Svo virðist sem heil-
brigðisyfirvöld nágrannaþjóða okkar vestan hafs og austan, leggi nú
meiri áherzlu á þetta atriði en nokkru sinni fyrr, og þó eru nú liðin
rúm 30 ár, síðan Cumming og Lynch sýndu fram á, m. a. með
rannsóknum sínum á 66 þús. hermönnum i herbúðum, að næmir
sjúkdómar, svo sem inflúenza, breiddust miklu örar út meðal þeirra,
er bjuggu við lélegan uppþvott en þeirra, sem borðuðu af vel þvegn-
um mataráhöldum, en lifðu að öðru leyti við sömu aðstæður. Tekin
voru hér á árinu sýnishorn til gerlarannsóknar af 1144 þvegnum
mataráhöldum, aðallega á veitingastöðum og opinberum matsölu-
stöðum, en einnig í sjúkrahúsum, barnaheimilum og öðrum heil-
brigðisstofnunum. Tilgangurinn með þessum rannsóknum var sum-
part að finna þá uppþvottaraðferð, er gæfi bezta raun hér, og sum-
part að fylgjast með uppþvottinum á hverjum stað. Fyrra atriðið
misheppnaðist, þar eð meira virtist vera undir persónunni komið en
aðferðinni. Seinna atriðið var að því leyti dapurlegt, að uppþvottur-
inn reyndist víðast hvar lélegur og sums staðar mjög slæmur. Til-
raunir, sem eftirlitið gerði á veitingastöðunum sjálfum við sæmilegar
aðstæður, bentu til þess, að hægt væri að krefjast, að gerlafjöldi á
þvegnu mataríláti fari ekki fram úr 100, og er það i samræmi við álit
t. d. Dana í þessum efnum. Við settum þó til reynslu takmarkið við
150, en aðeins 8,4% af bollum og diskum og 33,6% af göfflum, hníf-
um og skeiðum höfðu svo lága gerlatölu. Á rúmlega þriðjungi af
bollum, glösum og diskum fundust 100—500 gerlar, en á hnífapör-
um reyndist þetta að vonum talsvert betra. Þrátt fyrir margar til-
raunir tókst ekki að bæta ástandið í þessum málum á árinu, en það
verður reynt áfram á næstu árum. Ég leyfi mér að birta hér í töflu-
formi yfirlit yfir ástand húsnæðis, umgengni og hreinlæti í stofnun-
um, sem annast tilbúning, meðferð og dreifingu matvæla og annarrar
neyzluvöru. »