Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 219
217
mutitas 3, dipsomania 2, idiotia 1, epilepsia 1, paralysis agitans 1,
asthma bronchiale 1. Læknir hælisins er Árni Pétursson. Á elliheim-
ilinu Grund voru í árslok 279 vistmenn, 204 konur og 75 karlar.
Hcifnarfi. Unnið hefur verið að nýja elliheimilinu á árinu. Þó á
enn nokkuð í land, að það verði tekið í notkun.
Akureyrar. Viðbygging reist við elliheimilið í Skjaldarvík, og geta
nú um 70 vistmenn verið þar.
Seyðisfi. Elliheimili var stofnað 1929 af kvenfélaginu ,,Kvik“ á
Seyðisfirði, og hefur félagið rekið heimilið síðan með einhverjum
ríkisstyrk. Á árinu gaf kvenfélagið bænum stofnunina með þeim
skilyrðum, að hún yrði rekin á svipaðan hátt framvegis. 1 októ-
ber tók bæjarfélagið heimilið að sér með um 6 vistmönnum. Elli-
heimilið á að geta hýst um 15 gamalmenni, en hingað til hefur gamla
fólkið ekki sótzt eftir að komast þangað. Búast má við, að gjöf þessi
reynist bænum dýr.
I. Vinnuheimili Sambands íslenzkra berklasjúklinga að Reykjalundi.
Yfirlæknir stofnunarinnar gerir svolátandi grein fyrir rekstri
hennar, frá því að hún tók til starfa, 1. febrúar 1945:
1915:
Vinnuheimilið að Reykjalundi hóf rekstur sinn 1. febrúar 1945, 8
mánuðum eftir að byggingarframkvæmdir hófust á staðnum. Þá höfðu
verið fullbyggð 5 smáhýsi, 75 m2, hvert ætlað 4 vistmönnum. 19 her-
mannaskálar, sem voru á staðnum, höfðu verið lagfærðir. Þar voru
vinnustofur, eldhús, horðstofa, læknastofa og geymslur. Seinna á ár-
inu var lokið við að smíða önnur 5 smáhýsi af sömu stærð og gerð
og hin fyrstu, en auk þess læknisbústað og eitt annað starfsinanna-
hús, sem ætlað var verkstjóra. Áður en starfsemin hófst, var Oddur
Ólafsson ráðinn læknir og framkvæmdarstjóri stofnunarinnar, Val-
gerður Helgadóttir yfirhjúkrunarkona, og nokkru siðar, á fyrsta
starfsárinu, var Snjáfríður Jónsdóttir ráðin matráðskona. Tilgangur
stofnunarinnar er, samkvæmt reglugerð nr. 12 24. janúar 1945, að
taka við til vistar:
I. Berklasjúklingum, sem lokið hafa vist á heilsuhæli, og sjá þeim
fyrir vinnu við þeirra hæfi þeim til þjálfunar, svo og náini og læknis-
lijálp, eftir því, sem með þarf.
II. Berklasjúklingum með langvinna berklaveiki, sein hafa ekki
lengur not heilsuhælisvistar og mega ekki dveljast á einkaheimilum
vegna smithættu.
III. Öðrum berklaöryrkjum, sem hentar ekki vist á sjúkrahúsum
eða heilsuhælum.
Stofnuninni stjórna 5 menn, 2 kosnir af vistmönnum, 2 af sam-
bandsstjórn S. í. B. S. og 1 af þingi S. í. B. S. Stjórnin ræður forstjóra
og yfirlækni.
Árið 1945 komu 45 vistmenn, 21 kona og 24 karlar. 42 höfðu lungna-
berkla, en 3 útvortis berkla eða leifar þeirra. 31 vistmaður hafði
fengið handlæknisaðgerð vegna lungnaberkla, þar af 6 beggja vegna.
Á árinu fóru 8 vistmenn, enginn dó. í árslok voru vistmenn 37. Vist-
28