Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 224
222
Húsakijnni. — Húsakynni lyfjabúðanna voru mjög upp og ofan.
Stærri lyfjabúðirnar höfðu yfirleitt yfir að ráða sæmilegum húsa-
kynnum, en víða skorti þó mikið á, að þau væru sem hentugust fyrir
lyfjabúðarrekstur.
Má í þessu sambandi benda á, að skortur nauðsynlegustu \ánnu-
herbergja torveldaði víða daglega vinnu. Margar hinna stærri lyfja-
búða bjuggu við svo rúm og góð húsakynni, að með tiltölulega smá-
vægilegum breytingum og betri hagnýtingu húsnæðis mætti ráða bót
á mörgum núverandi ágöllum og bæta vinnuskilyrði til muna.
Öðru máli gegndi um margar minni lyfjabúðirnar, þar sem húsa-
kynni voru hvort tvegg'ja í senn óhentug fyrir lyfjabúðarrekstur og
ónæg og því erfitt að bæta úr skorti á nauðsynlegum vinnuherbergj-
um og öðru, nema með gerbreytingu á núverandi húsakynnum.
Nokkurs áhuga hefur orðið vart meðal lyfsala sums staðar á því
að reyna að bæta úr ágöllum gamalla og óhentugra lyfjabúðarhúsa-
kynna, og virðist sá áhugi heldur glæðast en fara rénandi. Ein lyfja-
búð (utan Rvíkur) var að flytja í nýbyggð og ágæt húsakynni, er
skoðun var gerð.
Umgengni og snyrtimennsku var við brugðið sums staðar, en var
annars staðar mjög ábótavant.
Hér á eftir fer yfirlit um, yfir hvaða húsnæði lyfjabúðirnar ráða,
en af yfirliti þessu má gera sér nokkra hugmynd um, hversu ástatt
var um húsakynni lyfjabúðanna.
Lyfjabúðir
Afgreiðslusalur ............................................. 16
Lyfjabúr í sérstöku herbergi ................................. 6
— í einu horni afgreiðslusals ............................. 10
Galensk vinnustofa .......................................... 5
Töflustofa ................................................. 5
Rannsóknarstofa .............................................. 4
Birgðageymslur yfirleitt rúmgóðar .......................... 13
— þröngar ................................................... 3
Skrifstofuherbergi, sérstakt ................................ 9
— er í íbúð lyfsala ........................................ 7
Næturvarðarherbergi, sérstakt ............................... 7
Þvottaherbergi vistlegt og þrifalegt ....................... 4
— óvistlegt og óþrifalegt .................................. 5
— ekki annað en það, sem tilheyrir íbúð lyfsala............. 3
— ekkert ................................................... 4
Vatnssalerni, sérstakt, fyrir starfsfólk ................... 13
Auk þeirra herbergja, sem nú voru talin, voru víða smáherbergi,
sem notuð eru til lyfjagerðar, þótt ekki séu þau talin með i yfir-
litinu, þar sem stofum þessum svipaði oftast meira til geymsluher-
bergis en vinnustofu, enda voru þær á engan hátt þannig búnar, að
réttmætt sé að skipa þeim í flokk með vinnustofum. í engri lyfjabúð
var herbergi, sem eingöngu var ætlað fyrir stungulyfjagerð.
Kostur áhalda og annar búnaður. — Mjög voru lyfjabúðir í
landinu misjafnlega búnar áhöldum og gögnum ætluðum til lyfja-