Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 225
223
gerðar, svo og öðrum tækjum, sem nauðsynleg eru til rekstrar lyfja-
búðar. Virðist ekki vera nógu almennur skilningur meðal lyfsala á
því, að kostnaður af að búa lyfjabúð vel nauðsynlegum tækjum til
lyfjagerðar er hverfandi borið saman við þá vinnutöf, sem ónógur
búnaður hefur í för með sér, er til lengdar lætur.
a. Rannsóknaráhöld og gögn. Rannsóknaráhöld þau, sem lyfjabúð-
um er gert að eiga samkvæmt lyfjaskrá, reyndust víðast vera af
mjög skornum skammti. Þannig reyndust t. d. aðeins 7 lyfjabúðir
eiga rannsóknarvog, ein átti ekki Westphals-eðlisþyngdarvog, í 4
lyfjabúðum voru engar titrur (burettur) til og í 5 lyfjabúðum aðeins
ein titra í hverri. Allt bendir til þess, að lyfjarannsóknir í lyfjabúð-
unum séu mjög fágætar, og er margt sem styður þennan grun, svo
sem áðurnefndur áhaldaskortur, niðurstöður rannsókna á lyfjum
teknum úr lyfjabúðunum til athugunar (sjá síðar) og skortur á al-
gengustu lausnum ætluðum til notkunar við lyfjarannsóknir (t. d.
normalvökvum o. s. frv.), en í 10 lyfjabúðum voru engar slíkar lausnir
fjrrir hendi.
b. Önnur áhöld. Mjög víða, eða í 13 lyfjabúðum, voru vogarlóð
orðin það gömul (sums staðar allt að 40 ára) og slitin, að senda
þurfti þau til löggildingar þegar i stað. í 12 lyfjabúðum voru vogir,
sem senda þurfti til löggildingar. í tveim lyfjabúðum var vogarskortur
bagalegur, í annarri t. d. aðeins ein jafnarma vog auk nokkurra slit-
inna handvoga.
Stungulyfjagerð var ekki mjög almenn í lyfjabúðum utan Reykja-
vikur, enda var eimingartæki aðeins til i 9 lyfjabúðum og gufusæfir
aðeins í 8 þeirra. Lyfjabúðir úti á landi keyptu yfirleitt stungulyf
tilbúin.
Aðbúnaði að því er snertir stungulyfjagerð var alls staðar injög
áfátt, enda hefur þessari lyfjagerð hvergi nærri verið sýnd sú rælct
sein skyldi til þessa.
Töflur voru gerðar að staðaldri í 8 lyfjabúðum og auk þess endrum
og eins í einni þeirra. Töfluvélar í lyfjabúðunum munu hafa verið
um 16 talsins. Aðstöðu til þurrkunar kyrnis var víða ábótavant. Kæli-
skápar munu hafa verið í notkun i 2 lyfjabúðum.
Hreinsun Igffaíláta. — Eins og ráða má af yfirlitinu um húsakynni,
skortir því miður mikið á, að ílátahreinsun hafi verið tilhlýðilegur
faumur gefinn, svo veigamikið sem þetta atriði er í lyfjabúðarrekstri.
9 lyfjabúðum voru sérstök þvottaherbergi, og voru 4 þeirra þrifaleg
og vel um gengin, en hin 5 óvistleg og illa um gengin. Á 3 stöðum
skorti sérstakt þvottaherbergi, og var þar notazt við þvottahús það,
er tilheyrði íbúð lyfsala, og að lokum skorti algerlega þvottaliús i 4
lyfjabúðir. Aðeins 3 lyfjabúðir notuðu sérstakan þurrkofn til þess að
þurrka í og sæfa lyfjaílát að þvotti loknum.
Rannsóknir á Igfíum gerðum í hgfíabúðunum. — Fjöldi lyfja var
tekinn til athugunar á árinu, og náðu þessar rannsóknir einkum til
skammta, taflna, lyfberja, stungulyfja og annarra galenskra samsetn-
inga, jafnframt því sem eðlisþyngdarákvarðanir voru gerðar á mörg-
um lausnum.
a. Skammtar. Alls voru 44 tegundir skammta vegnar, og reyndist