Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 227
225
(1) Aininojod D.A.K.: 5,2% af joðjónum.
(1) Sol. acidi ascorbinici pro injectione D.D.
(4)----------------5%: 4,0, 4,0 og 4,3% af askorbínsýru.
(4)----------------10%: 7,8% af askorbínsýru.
(7) — aluminii subacetatis: 2,3, 2,5, 7,3, 9,9, 10,6 og 11,0% af
basisku aluminíumacetati.
(1) — hydrogenii peroxydi: 2,7% af vetnistviildi.
(7) Syrupus C-vitamini: 0,21, 0,24 og 0,24% af askorbínsýru.
(2) — C-vitamini fort.
(7) —- ferrosi jodidi: 0,52, 4,19, 4,36, 4,62 og 4,68 af ferrójoðíði.
f. Eðlisþyngdaratluiganir. Ákvörðuð var eðlisþyngd 104 tilbúinna
lausna, og reyndist eðlisþyngdin í 24 tilfellum (23,1%) vikja um
skör fram frá réttu marki.
Athyglisvert var, hversu nákvæmni við gerð tilbúinna lausna reynd-
ist vera mismunandi eftir lyfjabúðum. Þannig var t. d. ekkert athuga-
vert að finna við eðlisþyngd lausna í fjórum lyfjabúðum, en í hinum
reyndist eðlisþyngd 12,5—60% athugaðra lausna víkja meira eða
minna um skör fram frá réttu marki. 1 tveirn ljdjabúðum voru eðlis-
þyngdarrannsóknir ekki gerðar á tilbúnum lausnum.
Bækur og færslur þeirra. — Helztu bækur, sem lyfsölum var gert
að halda í sambandi við gerð og útlát lyfja voru: Eftirritunarbók,
þar sem í eru skráðir eftirritunarskyldir lyfseðlar, áfengisbók, þar
sem gerð er grein fyrir meðferð áfengis, og eiturbók, þar sem skráð
eru útlát eiturefna til annarra afnota en lækninga. Auk þess hafa
margar lyfjabúðir um margra ára skeið haldið vinnustofudagbók
(eða bækur), þar sem getið er framleiðslu lyfja (hversu mikið fram-
Ieitt og hvenær). Hafa vinnustofudagbækur þessar yfirleitt aðeins náð
til lyfjagerðar í galenskri vinnustofu og töflustofu, en framleiðsla á
birgðum lyfja, sem alla jafna eru gerð í lyfjabúri, svo sem lyfber,
stautar, ýmsar lausnir o. s. frv., hefur til þessa yfirleitt hvergi verið
skráð.
Allar voru bækur þessar mjög mismunandi samvizkusamlega
færðar eftir lyfjabúðum, en sums staðar var ein eða fleiri nefndra
bóka alls ekki færð. Eftirfarandi gefur nokkra hugmynd um það, á
hvern hátt þessar lyfjabúðarbækur hafa verið færðar.
a. yinnustofudagbækur (sem þó náðu yfirleitt elcki til búrfram-
leiðslu, sbr. ofansagt) reyndust reglulega, en þó ekki óaðfinnanlega
færðar í 12 lyfjabúðum. Var þar yfirleitt skráð notkun áfengis í vinnu-
stofuin (utan búrs). Á einurn stað varð þó ekki komizt hjá að finna
sérstaklega að ónákvæmni í sambandi við áfengisfærslur. í 4 lyfja-
búðuin var engin vinnustofudagbók haldin.
b. Eftirritunarbækur reyndust yfirleitt vera nokkuð nákvæmlega
færðar, nema í einni lyfjabúð, en þar var engin slík bók haldin.
c. Áfengisbækur voru yfirleitt ekki haldnar. Um sundurliðun á
notkun áfengis í lyfjabúðunum umfram það, sem er að finna í áður-
nefndum vinnustofudagbókum, er því yfirleitt ekki að ræða, og skortir
því mjög á, að gögn um það, á hvern hátt sérstaklega ómenguðum
vínanda hefur verið varið á árinu, séu tæmandi.
Skal þess sérstaklega getið, að færslur allar varðandi notkun
29