Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 228
226
ómengaðs áfengis í búri, svo og færslur varðandi notkun klóróform-
vinanda, reyndust víðast hvar vera mjög takmarkaðar og ófull-
nægjandi.
Magn það af eftirtöldum áfengistegundum, sem lyfjabúðirnar
öfluðu sér á árinu frá Áfengisverzlun ríkisins, var sem hér segir:
Spiritus alcoholisatus 3545,5 lcg.
— chloroformii 2093 kg.
— bergamiae 373,5 kg.
— denaturatus 5265 kg.
— alcoholisatus mengaður öðrum efnum 202,6 kg.
d. Eiturbækur voru alls ekki haldnar í 5 lyfjabúðum.
1949:
Fjöldi lyfíabúða. — Lyfjabúðir voru í lok ársins 16 talsins. Hafði
sú breyting orðið á frá árinu áður, að lyfjasöluútibúið í Neskaupstað,
sem rekið hafði verið í sambandi við Seyðisfjarðarapótek, var lagt
niður og í stað þess starfrækt þar sjálfstæð lyfjabúð frá 1. janúar
að telja.
Um veitingar lyfsöluleyfa á árinu, sjá fyrra árs skýrslu.
Húsakynni o. fl. — I mörgum lyfiabúðum voru gerðar verulegar
endurbætur á húsakynnum á árinu. Á einum stað var t. d. reist 40—
50 m2 viðbygging, sem að vísu var ekki tekin i notkun fyrr en árið
1952. Hér fer á eftir yfirlit um húsakynni, sem einhverjar breytingar
hafa verið gerðar á frá fyrri skoðun, en tölur i svigum eiga við árið
1948:
Lyfjabúðir
Lyfjabúr var í sérstöku herbergi ............................ 7 (6)
— í einu horni afgreiðslusals ............................. 9 (10)
Galensk vinnustofa .......................................... 7 (5)
Töfluvinnustofa .............................................. 7 (5)
Stungulyfjastofa, sérstakt herbergi ......................... 1 (0)
Næturvarðarherbergi ......................................... 6 (7)
Þvottaherbergi vistlegt og þrifalegt ........................ 6 (4)
— óvistlegt og óþrifalegt .................................. 5 (5)
— ekki annað en það, sem tilheyrir íbúð lyfsala............ 3 (3)
— ekkert ................................................... 2 (4)
Kostur áhalda, hreinsun lyfíaíláta o. fl. — Áhugi á þvi að bæta úr
skorti á nauðsynlegustu tækjum til notkunar við lyfjagerð hafði
glæðst stórlega frá síðustu skoðun. Þannig höfðu t. d. 3 lyfjabúðir
aflað sér á árinu rannsóknaráhalda að meira eða minna leyti, 3 eim-
ingartækja, 3 töfluvéla, 2 titrumæla (potentiometer) og 2 kyrnivéla.
Af öðrum áhöldum, sem lyfjabúðir höfðu aflað sér á árinu, má nefna:
Vogir, ýmsar tegundir (búrvogir, desímalvogir, handvogir), vogarlóð,
stautavélar, lcetil til að húða í töflur og kyrni, hettuglasalokara, hita-
skáp með sjálfvirkum hitastilli o. s. frv.
Nokkrar lyfjabúðir sendu vogir og vogarlóð tii lög'gildingar, en
fleiri voru þó þær lyfjabúðirnar, sem vanræktu þetta atriði.
Sérstaka skápa til þess gerða að þurrka í og sæfa lyfjaílát að þvotti