Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 230
228
Spiritus alcoholisatus 3864 kg.
— chloroformii 3065,5 kg.
— bergamiae 473 kg.
— denaturatus 5517,5 kg.
alcoholisatus mengaður öðrum efnum 485,845 kg.
1950:
Fjöldi hjfjabúða. — Tvær nýjar lyfjabúðir tóku til starfa á árinu,
Holts Apótek í Reykjavík og Selfoss Apótek að Selfossi í Árnessvslu.
Lyfjabúðir voru í lok ársins 18 talsins. Um veitingar lvfsöluleyfa á
árinu, sjá skýrslu ársins 1948.
Húsalajnni o. fl. — Gerðar voru verulegar endurbætur á húsakynn-
um tveggja lyfjabúða á árinu, og á einum stað var reist um 80 m2
viðbygging, ætluð sem birgðageymsla, en vörugeymslur þeirrar lyfja-
búðar skemmdust stórlega af eldi snemma á árinu. Um húsakynni
hinna nýstofnuðu Ij'fjabúða er það að segja, að önnur þeirra ræður
yfir rúmum og góðum húsakynnum, en hin er rekin í þröngu bráða-
birgðahúsnæði.
Kostur áhalda, hreinsun lyfjaíláta o. fl. — Enn hafði kostur áhalda
verið aukinn verulega í sumum lyfjabúðum frá fyrri skoðun. Má i
þessu sambandi geta þess, að 5 lyfjabúðum áskotnaðist eimingartæki
(2 nýstofnuðum og 3 eldri) á árinu og 2 flest rannsóknaráhöld og
gögn lyfjaskrár. Á nokkrum stöðum var keypt tæki til að áletra með
merkimiða séríláta og tvær lyfjabúðir öfluðu sér sérstaks áhalds til
að áletra stungulyf (Rejefix). Er með tæki þessu letrað á sjálft glerið
og þannig komizt hjá því að nota merkimiða. 1 einni lyfjabúð voru
tekin í notkun hin fullkomnustu tæki til framleiðslu á stungulyfjum
(áfyllingar-, þvotta-, áletrunar- og eimingartæki). Athyglisvert er,
hversu treglega gengur að fá marga lyfsala til að senda gamlar vogir
og vogarlóð til löggildingar.
Þrifnaður í sambandi við hreinsun lyfjaíláta þokast heldur í áttina.
Þannig var þvottaherbergi og búnaður þess viðunandi (sums staðar
með ágætum) í 10 lyfjabúðum, en óviðunandi í hinum 8 (lélegt í 3,
sameiginlegt íbúð lyfsala í 4 og ekkert í 1). 10 lyfjabúðir höfðu þurrk-
skápa til að þurrka í og sæfa hreinsuð lyfjaílát (8 árið áður).
Af eftirfarandi yfirliti, sem tekur til áranna 1948, 1949 og 1950,
um nokkur helztu tæki, sem notuð eru við lyfjabúðarrekstur, má
nokkuð ráða, hversu ástatt hefur verið um áhaldabúnað lyfjabúðanna
þessi árin.
1948 Lyfjabúðir 1949 1950
Westphalseðlisþyngdarvog 14 15 17
Eimingartæki 10 15
Gufusæfir 8 9 12
Glasaþurrkofn 3 8 10
Viðunandi þvottatæki .... 6 7 10
Töfluvél .... 9 10 11
Kyrniþurrkskápur 2 3 5
Kyrnivél . . . . 1 2 2