Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 231
229
Kæliskápur........................
Rannsóknarvog ....................
Sentigrammavog (Arreteringsvog) ..
Ritvél ...........................
Lyfjabúðir
1948 1949 1950
2 2 3
7 9 10
5 7 9
14 15 17
Rannsólcnir á lyfjum o. fi. — Lyfjarannsóknir voru framkvæmdar
með svipuðum hætti og áður, en auk þess voru sýnishorn tekin á
nokkrum stöðum af vatni því, sem hlutaðeigandi lyfjabúð notar alla
jafxaa við lyfjagerð og farið með þau til athugunar, og enn fremur
voru hreinsuð lyfjaglös tekin í nokkrum lyfjabúðum og framkvæmd
í þeim gerlatalning.
a. Skammtar. 74 tegundir skammta voru rannsakaðar, og reyndist
þungaskekkja 31 þeirra (41,9%) vera utan óátalinna frávika lyfja-
skrár. Mesta þungaskekkja reyndist vera 62,5%.
b. Töflur. Þungarannsóknir á töflum sem náðu til 23 töfludeilda
leiddu í ljós, að 4 þeirra (17,4%) reyndust utan óátalinna frávika
lyfjaskrár. Af þessum 23 töfludeildum var magn virkra efna einnig
rannsakað í 13 deildum, og reyndist það vera utan óátalinna frávika
lyfjaskrár í 2 þeirra (15,4%).
c. Lyfber. Þrjár deildir lyfberja voru rannsakaðar, og reyndist
þungi einnar vera utan óátalinna frávika lyfjaskrár.
d. Stungulyf. Framkvæmt var sæfingarpróf á 43 deildum stungu-
lyfja. Fannst gerlagróður í einu lyfi. Athyglisvert er, að lyf þetta
mátti gufusæfa, og verða mistök þessi því vart rakin til annars en
vanrækslu á þessu atriði.
e. Galenskar samsetningar. Ákvarðað var magn virkra efna í 41
galenskri samsetningu, og reyndist það vera utan óátalinna frávika
lyfjaskrár í 14 tilfellum (34,2%).
f. Eðlisþyngdarákvarðanir. Eðlisþyngdarákvarðanir voru gerðar á
173 tilbúnum lausnum, og reyndist eðlisþyngdin í 14 (8,1%) víkja um
skör fram frá réttu marki. Er þetta mun betri útkoma en árin 1949
(27,8%) og 1948 (23,1%).
g. Augndropar. Gerð voru sæfingarpróf á 4 tegundum augndropa
eða lausnum ætluðum í augndropa, og fundust gerlar í 2 þeirra.
li. Vatnsrannsóknir. Tekið var og farið með til athugunar á 5 stöð-
um sýnishorn af vatni því, er hlutaðeigandi lyfjabúðir nota alla jafna
við galenska lyfjagerð. Reyndist gerlafjöldi mikill í 4 sýnishornum,
og var vatnið úrskurðað óneyzluhæft. í 3 þeirra Iyfjabúða, sem
óneyzluhæft vatn höfðu, var til eimingartæki (í 2 þó alveg nýlega
keypt), en í hinni fjórðu skorti það.
i. Gertatalning í lyfjaglösum. Farið var með lyfjaglös úr 4 lyfja-
búðum og framkvæmd í þeim gerlatalning. Alls var talið í 11 glösum.
Fannst vottur gerla í 8 þeirra (fjöldi í 4).
Bækur og færsla þeirra. — Á færslu bóka, sem haldnar eru í sam-
bandi við gerð og útlát lyfja, varð lítilla breytinga vart frá fyrra ári.
Vmnustofudagbók var t. d. ekki haldin í 2 lyfjabiiðum, og í 3 var
færsla ýmist orðin á eftir eða einhverrar ónákvæmni gætti. Eftir-