Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 232
230
ritunarbók var ekki haldin í einni lyfjabúð, en ónákvæmrar færslu
varð vart i tveimur. Vanrækt hafði verið að færa eiturbók í 5 lyfja-
búðum og eyðslubók, sbr. 15. gr. reglugerðar 16. apríl 1935 um sölu
áfengis til lækninga, var hvergi haldin. Magn það af eftirtöldum
áfengistegundum, sem lyfjabúðirnar öfluðu sér á árinu frá Áfengis-
verzlun ríkisins, var sem hér segir:
Alcohol absolutus 11 kg.
Spiritus alcoholisatus 3546,5 kg.
— chloroformii 2888 kg.
— bergamiae 373 kg.
— denaturatus 6736,465 kg.
Verðlagning lyfía. — Eftirlitin var verðlagning lyfja eftir lyfseðli
í 14 lyfjabúðum. Var ekkert athugavert við verðlagningu fundið
annað en það, að í einni lyfjabúð var lyfsala ókunnugt um, að sölu-
skatt var heimilt að leggja á verð lyfs, en það hafði ekki verið gert
til þessa.
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Húsnæðisekla var engu minni á árinu en áður. Yfirlitsskýrsla
byggingarfulltrúa: Á árinu voru byggð 140 íbúðarhús ineð 410 íbúð-
um. Herbergjafjöldi auk eldhúss var: 1 herbergi 5 íbúðir, 2 herbergi
78, 3 herbergi 146, 4 herbergi 99, 5 herbergi 67, 6 herbergi 9,
7 herbergi 3, 8 herbergi 2 og 9 herbergi 1 íbúð. Tvö mikilvæg ákvæði
í heilbrigðissamþykktinni, híbýlaskoðun og verksmiðjueftirlit, hafa
ekki komið til framkvæmda nema að litlu leyti, þar eð þau krefjast
mikils starfsliðs. Eftirlitið á þessum sviðum hefur því aðeins verið
framkvæmt samkv. beiðni eða kvörtun: 61 íbúðarskoðun og nokkrar
eftirlitsferðir í verksmiðjur, aðrar en þær, er íramleiða matvæli.
Fylgzt hefur verið með öllum rakara- og hárgreiðslustofum í bænum.
Til skamms tima hefur ekki verið unnt að gera ákveðnar kröfur til
þeirra um veigamikið atriði, nefnilega hvernig sótthreinsa beri rak-
hnífa, skæri, greiður o. s. frv. Á þessu varð nýlega breyting, þegar á
markaðinn komu mjög gerileyðandi efni eins og „invert-sápur“ eða
alkyldimetyl-benzyl-ammoniumklóríð (1:1000), sem ekki hafa skað-
leg áhrif á stál eða önnur efni, sem nefnd tæki eru gerð úr. Eru nú
gerðar ákveðnar kröfur til umræddra aðila um sótthreinsun á rak-
hnífum, skærum og greiðum i viðurkenndum sótthreinsunarefnum.
Þá hefur verið liaft eftirlit með standsetningu, hreinlæti og þrifnaði
í 981 leigu- og langferðabifreið og gerðar athugasemdir við 221. 26
brauðbílar voru skoðaðir, og voru 16 af þeim í óviðunandi ástandi.
Af 18 kjötflutningabifreiðum var hins vegar 10 ábótavant. Sjúkra-
bifreiðarnar 3, sem verið hafa í notkun hér, eru orðnar gamlar og
ótryggar í akstri, án upphitunar, yfirbyggingar á þeim gisnar og
rykið því til mikilla óþæginda. Má af þessu ráða, hver aðbúnaður
sjúklinga er. 139 íslenzk skip voru skoðuð á árinu. Af þeim voru 27
aðfinnsluverð. Fyrir atbeina eftirlitsins var loftræsting bætt í 4 skip-
um. 9 erlend skip voru skoðuð, af þeim reyndust 4 aðfinnsluverð.