Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 233
231
Talsvert hefur verið unnið að því undanfarin ár að hreinsa til á lóð-
um og opnum svæðum í bænum, og svo var enn þetta ár. 84 skúrar
og 7 braggar voru rifnir á árinu, og alls voru 565 lóðir og opin svæði
hreinsuð fyrir atbeina heilbrigðiseftirlitsins. Af þeim hreinsuðu
vinnuflokkar bæjarins 72 lóðir. í braggahverfunum unnu vinnuflokk-
arnir, auk hreinsunar, mikið að lagningu holræsa og nokkuð að
vatnslögnum. Þá voru og ýmsar aðrar endurbætur framkvæmdar þar.
Það er ekki aðeins menningarvottur, sem felst í snyrtilegu umhverfi,
það er lika heilbrigðisatriði að losna við hvers kyns drasl utan húss,
sem safnar rottum, flugum og öðrum óþrifnaði. Með hliðsjón af
þessu m. a. hefur sorphreinsun bæjarins verið endurskipulögð. Tím-
inn milli ílátatæminga hefur verið styttur úr 12—13 dögum niður í
7—8 (nema kringum páska og þó sérstaklega jólin), svo að flugur
nái ekki að klekja út eggjum sínum á milli tæminga. Samtímis hefur
þó starfsmönnum við hreinsunina verið fækkað úr 63 í 50. Sorp-
magnið á árinu reyndist vera 78055 m3 eða 17942,5 smálestir, en það
er um 320,4 kg á íbúa. Er það nokkru minna en árið áður, og hefur
sorpmagnið farið minnkandi síðan 1948, er það náði hámarki sínu,
405 kg á íbúa, eða alls 22270,3 smálestir. Talið er, að sorpmagn standi
í réttu hlutfalli við velmegun íbúanna, og gæti þetta því borið vitni
um rýrnandi afkomu almennings. Sorpílátin voru 9637, og eru þau
tæmd 10064 sinnum í viku. Bílfarmar voru alls 14999. Unnið er mark-
visst að útrýmingu útisalerna í bænum, og við íbúðarhús hefur þeim
fækkað um 40 á árinu. í árslok var tala útisalerna sem hér segir:
við íbúðarhús 214, í braggahverfum 280 og' við vinnustöðvar 13, eða
samtals 507.
Akranes. Á þessu ári brá svo við, að húsabyggingar stöðvuðust
nærri algerlega, aðeins hafin smíði á 2 húsum. Um þrifnað utanhúss
er svipað að segja og áður. Allmargir bæjarbúar eiga kýr og kindur,
og reynist erfitt að fá svo um áburðarhaugana búið, að sæmilegt sé.
Kleppjárnsreykja. Húsakynni fara yfirleitt batnandi, og þrifnaður
eykst. Nýtt íbúðarhús var reist að Hægindakoti í Reykholtsdal.
Borgarnes. Nýbyggingar á hverju ári, bæði hér i Borgarnesi, íbúð-
arhús, og í sveitum bæði íbúðarhús og fénaðarhús og fóðurgeymslur.
Nú er byrjað að leggja rafleiðslur um sveitir héraðsins, og eru nú
þegar nokkur heimili, sem njóta hagræðis af rafmagni til heimilis-
þarfa frá raforkuverinu við Andakílsá. Auk þess eru mörg heimili,
sem hafa litlar rafstöðvar til ljósa og til þess að reka smámótora, t. d.
til mjalta.
Stykkishólms. Húsakynni fara stöðugt batnandi, bæði í kauptún-
um og sveitum. Mikið hefur verið byggt af nýjum húsum á síðustu
árum, og mörg eldri hús stækkuð og endurbætt. Litið er orðið um
íbúðir, sem telja verður lítt nothæfar eða heilsuspillandi. Þrifnaður
er rétt eins og gengur og gerist. Víðast hvar er snoturt og þrifalegt
innan húss, en umgengni utan húss er víða ábótavant.
Búðardals. Hafin smíði 2 íbúðarhúsa, og er annað i Hvammshreppi,
en hitt í Laxárdalshreppi. Fjárhagsleg skilyrði til bygginga og annarra
framkvæmda reyndust mjög erfið á árinu, sérstaklega hvað snerti