Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 234
232
kostnað og lánsfjármöguleika, svo og útvegun eí'nis, og fór ört versn-
andi eftir því sem á árið leið. Allmikið var byggt af smærri útihúsum,
og fjölmargir unnu að lítils háttar endurbótum og viðgerðum.
Reykhóla. Að rnestu lokið smíði þeirra íbúðarhúsa, sem byrjað var
á árið áður. Þrifnaður fer batnandi með bættum húsakynnum.
Bíldudals. Ekkert íbúðarhús byggt á árinu, og situr flest við hið
sama í þeim efnum.
Þingeyrar. Ekkert íbúðarhús reist á síðast liðnu ári. Þrifnaður í
meðallagi. Vatn er lítið um miðbik þorpsins, stundum þurft að grípa
til skömmtunar þess, og gerir það erfiðara fyrir með hreinlæti innan
húss. Baðklefar í örfáum húsum. Lóðir hreinsaðar á hverju vori.
Bolungarvíkur. 1 íbúðarhús gert fokhelt og kjallaraíbúð þess tekin
í notkun. Byrjað að reisa verkamannabústað fvrir 2 fjölskyldur. Um
þrifnað svipað að segja og síðast liðið ár.
Hólmavíkur. Hafin var bygging nokkurra íbúðarhúsa í sveitum, og
2 vegleg íbúðarhús eru í smiðum á Hólmavík, en efnisskortur og pen-
ingaleysi hefur tafið framkvæmdir. Þrifnaður, innan húss og utan,
virðist mér fara batnandi, og áberandi er, hve færist í vöxt ræktun
og snyrting á lóðum kringum hús. Vísar trjágarða eru nú víða til,
bæði í sveit og þorpum.
Hvammstanga. Mikið um byggingarframkvæmdir, líklega meira
en nokkru sinni fyrr. Byrjað á byggingu 11 íbúðarhúsa í sveitunum
og 2 á Hvammstanga, en flest ófullgerð við áramót. 2 eldri byggingar
endurbættar verulega. í Reykjaskóla var slcólahúsið endurbætt,
einnig geymsla og smíðahús. Unnið af kappi að byggingu hins nýja
símastöðvarhúss við Hrútafjarðará, og var það langt komið við ára-
mót. Bændur byggðu mikið af fénaðar- og peningshúsum, hlöðum
og áburðarhúsum, alls milli 50 og 60. En lítið mun hafa verið sinnt
um að bæta úr salernaskorti þeim, sem því miður er of almennur og
til mestu vansæmdar. Unnið var að skolpræsagerðinni á Hvamms-
tanga, og hafa nú flest hús þar verið tengd við skolpveitu hreppsins.
Þrifnaður er víða sæmilegur og sums staðar góður. En til er það
einnig, að mikið skorti á, að vel sé. Vorkunnarmál er það, að of víða
eru húsmæðurnar einar, oft með barnahóp og jafnvel einnig gamal-
menni, því að stúlkur fást annað hvort alls ekki, eða kröfurnar eru
svo gífurlegar — 800 til 1000 krónur á mánuði — að ógerlegt er að
ganga að þeim.
Blönduós. Húsakynni fóru batnandi, og voru mörg hús reist frá
grunni í Höfðakaupstað, nokkur á Blönduósi og í sveitunum, þrátt
lyrir hið háa verð. Mörg af nýrri húsunum í sveitunum eru mjög
myndarleg og meira í þau borið heldur en á meðan verðlag var lægra.
Sauðárkróks. Húsakynni fara alltaf heldur batnandi, en á Sauðár-
króki var minna byggt en undanfarið ár. Fullbyggð voru og tekin til
íbúðar í kaupstaðnum 5 steinhús með 6 íbúðum og' 1 timburhús með
2 íbúðum. í sveitinni var byggt með mesta móti, bæði íbúðarhús og'
peningshús með öllu, sem þeim tilheyrir. Þrifnaður tel ég að fari
batnandi, þó að enn sé í ýmsu ábótavant.
Hofsós. Lokið var við að byggja nokkur íbúðarhús i héraðinu.
Vatnsveita lögð um allt Hofsóskauptún til ómetanlegs hagræðis og