Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 235
233
hollustu fyrir íbúa þorpsins. Vatnið er tekið úr uppsprettu í Haga-
í'jalli, og er aðalvatnsæðin röskir 3 kílómetrar á lengd.
Ólctfsfi. 3 steinhús fullsteypt á árinu. Steyptur grunnur undir
verkamannabústaði með 4 íbúðum. Húsnæði víða lélegt og þröngt.
Smáþokast í þrifnaðarátt, bæði utan húss og innan. Fylgir það aukn-
um kröfum til lífsins.
Grenivikur. Aðeins 1 bús var byggt á árinu, en lialdið áfram við
byggingu tveggja. Allviðast eru nú komin vatnssalerni. Þrifnaður
víðast allgóður. Það þykir nú tíðindum sæta, ef vart verður lúsar.
Kópaskers. Litlar breytingar frá fyrra ári. Fáein íbúðarhús í smíð-
um. Meðferð sláturafurða til muna þrifalegri en í fyrra, enda kjötið
allt verkað til útflutnings.
Þórshafnar. Byrjað á byggingu nokkurra íveruhúsa. Talsvert um
slærn húsakynni, einkum á Þórshöfn. Þrifnaði víða mjög ábótavant.
Nokkur hús án frárennslis og því ekki bægt að koma salernum við.
Vopnafj. í sveitinni voru 2 íbúðarbús fullgerð að mestu og í kaup-
túninu hafin bygging tveggja íbúðarhúsa. Nokkuð var og byggt af úti-
búsum í sveitinni og ýmsar endurbætur framkvæmdar innanhúss. Á
síðustu 12 árum hefur orðið gerbylting, hvað húsakynni snertir, bæði
í sveitinni og kauptúninu. Mér telst svo til, að í sveitinni hafi á þessu
tímabili verið byggð um 20 steinbús. Flest eru húsin stór, jafnvel
óþarflega stór, miðað við mannfjölda á heimilum nú, og vönduð að
frágangi, eftir því sem gerist um íbúðarhús almennt. Nokkur húsanna
eru þó ekki fullgerð sem skyldi, og vill svo verða, ef eitthvað er látið
ógert í fyrstu lotu. En bvað sem því líður, eru húsakynni nú á flest-
um bæjum sveitarinnar sumpart mjög góð, en annars vel viðunandi.
Á sama tíma bafa álíka mörg íbúðarhús verið byggð í kauptúninu,
eða eru nú í smíðum. En þótt vel hafi miðað að þessu leyti síðustu
10—12 árin, er hitt ekki síður mikils vert, að ýmis þægindi innan-
húss liafa einnig stórlega aukizt. Má þar til nefna vatnssalerni, hand-
laugar, baðker eða steypiböð, dúka á gólfum, nýtízku eldavélar —
koksvélar — vandaðri og meiri húsgögn en áður tíðkuðust o. s. frv.
Þetta hefur svo Ieitt til betri umgengni innanhúss og þrifnaðar. Það,
sem nú vantar tilfinnanlegast, er rafmagn og sameiginleg vatnsleiðsla
fyrir þorpið.
Seyðisfj. Litið kvað að nýbyggingum. Byrjað að byggja tvílyft
steinsteypuhús og því lcomið undir þak. Endurbætur fara fram ár-
lega á ýmsum gömlum húsum, og verða mörg þeirra sem ný, nema
hvað verðið snertir, og svo meiri eldhætta, því að flest eru timburhús.
Endurnýjun á raflögnum í öllum húsum stendur yfir. Ætti það að
draga úr brunahættu. Húsbrunar hér sjaldgæfir. Olíukyntar mið-
stöðvar fara hér mjög í vöxt og reynast vel. Vatnssalernum og yfir-
leitt hreinlætistækjum fjölgar hér í húsum; eykur það á þrifnað,
sem allvíða er sæmilegur og víða auðvitað góður.
Nes. Töluvert hefur verið byggt af nýjum húsum hér, og eru húsa-
kynni yfirleitt góð. Þrifnaði er þó mjög ábótavant sums staðar. Um-
gengni í kringum hús er lieldur slæm. Skolpveitur eru hér næsta lé-
legar og í einstaka húsi engar. Flestar liggja þær i næsta læk, en margir
lækir renna hér i gegnum kaupstaðinn. Það fer eftir þvi, hve rennsli
30