Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 236
234
þeirra er mikið, hve hreinir þeir eru. Á sumrin þorna þeir víst flestir,
og getur maður þá ímyndað sér, hvernig þeir eru útlítandi. Við skolp-
veituopin eru börnin vappandi í pollunum.
Djiípavogs. Óvenjumikið um ibúðarhúsabyg'gingar á árinu, bæði í
Breiðdal og' á Djúpavogi, en erfiðlega gengur að koma þeim húsum
upp eða í íbúðarhæft ástand vegna efnisvöntunar, Allmörg eldri hús
hafa verið lagfærð og þeim breytt í betra horf. Þrifnaður og umgengni
misjöfn, en þó virðist vera að vakna áhugi hjá fólki að snyrta í kring-
um hús sín. Vatnssalerni hafa komið mjög víða og miðstöðvar einnig,
svo að mikið hefur færzt til betra horfs í þeim efnum hér í héraðinu.
Kirkjnbæjar. Húsakynni fara batnandi. Víða tilfinnanlegur skortur
á upphitun, en er þó að lagast.
Víkur. Þrifnaður góður og húsakynni (nema læknisbústaðurinn).
Vestmannaeyja. Á árinu hafa verið í smíðum 59 íbúðarhús, en í
eiga að verða 79 íbúðir, er þau eru fullgerð, Hótel H. B., að stærð
3500 m3, tók til starfa á árinu. Enn fremur partur af fiskvinnslustöð
útgerðarmanna, 3825 m3, og viðbótarbygging við fiskmjölsverksmiðju
Ástþórs Matthíassonar og fiskhús Einars Sigurðssonar. Templara-
höllin er í smiðum, sömuleiðis Gagnfræðaskólinn og þvottahús bæjar-
ins. Gatnagerð og holræsa hefur fleygt fram á síðari árum, og hefur
það aukið meira á þrifnað en orð fá lýst. Ég hygg, að Vestmanna-
eyjar standi ekki að baki öðrum kaupstöðum hérlendis, hvað þrifnað
snertir. Frá því að vera hálfgert sóðabæli fyrir aldarfjórðungi síðan,
má nú telja Vestmannaeyjar með meiri þrifabæjum landsins. Hús-
freyjurnar, sem annast blómagarða við hús og gera hreint fyrir sín-
um dyrum, eiga hrós slcilið fyrir þann drjúga skerf, sem þær hafa
átt í því að lyfta því Grettistaki, sem hér hefur átt sér stað í þrifn-
aðarátt utan húss og innan á síðustu 25 árum. Vitaskuld stendur þó
margt enn til bóta.
Laugarás. Töluvert og raunar ótrúlega mörg hús voru í smíðum
þrátt fyrir alla dýrtíð. Þótt furðulegt sé, fara byggingar í sveitum
fremur vaxandi með vaxandi dýrtíð og þrátt fyrir geysierfiðleika við
útvegun efnis. Er undraverður sá dugnaður og þrautseigja, sem margir
sýna í baráttunni við alla byggingarerfiðleika.
5. Fatnaður og matargerð.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Fatnaður og álnavara hér hefur verið af mjög skornum
skammti. Þá sjaldan eitthvað slíkt hefur komið i sölubúðir, hefur
það verið uppselt, áður en almenningur áttaði sig eða vissi um vöruna.
Það er ekki sjaldgæft að sjá konur ganga með bera fótleggi í hosum
eða leistum innan í skónum. Svipað má segja um karlmenn, því að
nærföt, er fengizt hafa, eru flest næsta óhentug, þ. e. nærri erma-
lausar skyrtur, stuttbuxur og stuttir sokkar. Um matvælasölu má
geta þess, að á síldveiðitímanum var sild ekki höfð á boðstólum í
matarbúðum. Því borið við, að hún gengi ekki út. Nýr fiskur er og
næsta sjaldgæfur nema á sjálfri vetrarvertíð, enginn, sem veiðir fisk
til matar handa bæjarbúum.