Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 237
235
Kleppjárnsreykja. Skjólföt manna eru hér yfirleitt haldgóð og hlý
og önnur föt smekkleg. Matargerð styðst mikið við grænmeti það,
sem hér er fyrir hendi. Enda eru gróðurhús hér mörg og framleiðsla
fjölbreytt.
Borgarnes. Heldur mun hafa greiðzt fyrir um fatnaðarkaup og’
efna. Verðið samt svo hátt, að fólk verður að spara við sig eftir mætti.
Viðurværi fólks virðist vera nægilegt og' liefði víst þótt ríkmannlegt
í mínum uppvexti. Ótrúlega oft virðist þó vera gagn að B-vítamín-
lyfjum við ýmiss konar þrautum, sem fólkið kvartar um. Hvíta
hveitið líklega allt of mikið notað, en heilhveiti ekki eins. Það er
iíka nokkuð sinn háttur á um brauðgerð úr hvorri tegundinni fyrir
sig. í hvítt hveiti er mest notað „gerpúlver" svo kallað, algerlega
bætiefnalaus samsetningur, en til þess að gera gott brauð úr heilhveiti
þarf ger, mjög bætiefnaríkt, auk þess sem hveitið sjálft er hlaðið
bætiefnum. En ger, almennt kallað „pressuger", er ófáanlegt fyrir
almenning, og er því eðlilegt, að heilhveiti sé sniðgengið af hús-
niæðrum.
Ólafsvíkur. Sama og næsta ár á undan.
Stykkishólms. Allir virðast sæmilega klæddir. Nýmeti fáanlegt allt
árið frá frystihúsum. Talsvert er notað af lunda og sums staðar
af sel til manneldis. Eyjabændur hafa margir mikið af eggjum. Tals-
vert skortir enn á, að nægilegt sé framleitt af garðávöxtum og græn-
nieti, sem víðast hvar væri þó hægt, ef þeirri grein búskapar væri
fullur sómi sýndur, og er slæmt til þess að vita, að árlega eru fluttar
inn í héraðið kartöflur fyrir tugþúsundir króna, oft slæm vara og
rándýr.
Búðardals. Engar sérstakar breytingar. Geta má þó í þessu sam-
bandi, að bóndi hér í Laxárdal hefur sett á stofn vinnufatagerð.
Reykhóla. Skjólfatnaður yfirleitt góður. Mataræði enn fremur fá-
breytt, aðallega heimaframleidd fæða, mjólkurmatur, súrmeti, salt-
meti og kartöflur. Alltaf nýmetisskortur, þó bætir lítið eitt úr smá-
frystihús í Króksfjarðarnesi, einkum fyrir Geiradalshrepp.
Hólmavíkur. Fatnaður og matargerð taka, sem von er, litlum breyt-
ingum.
Hvammstanga. Engar teljandi breytingar.
ólafsfjaröar. Gengið hefur hálfilla undanfarin ár að ná í fatnað.
Pólk klæðist ekki eftir árstíðum frekar en áður. Nýmeti oftast fáan-
legt.
Grenivíkur. Hefur ekki tekið breytingum.
Þórshafnar. Fatnaður svipaður og annars staðar. Yfirleitt klæðir
fólk sig sltynsamlega. Fæða nokkuð einhliða.
Vopnafj. Mikil vöntun var á efni til klæðnaðar. Álnavara féklcst
ekki nema af mjög skornum skammti eftir úthlutun hjá kaupfélag-
mu. Heimilisiðnaður fer íninnkandi sökum fólksfæðar og af fleiri
ástæðum. Talsvert er þó unnið enn þá á heimilum úr ull, einkum
sokkaplögg og ullarnærfatnaður. Fæði mun svipað og verið hefur.
Uppskera garðávaxta varð í meðallagi, en nægir ekki héraðinu til
neyzlu. Verður því að flytja inn nokkuð af kartöflum, einkum yfir
sumarmánuðina. Mjólk virðist mér muni vera næg á flestum heimil-