Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 238
236
um. Börnum er gefið lýsi í skólunum, og svo mun einnig gert allvíða
á heimilum. Af jarðargróða er lítið ræktað annað en kartöflur og
gulrófur. Einstöku heimili rækta j)ó kálmeti, svo sem salat, spínat,
gulrætur og grænkál.
Seyðisfj. Mikið verið kvartað yfir fataskorti, sokka- og skóleysi, og
það lítið, sem fengizt hefur, með óheyrilegu verði. Heimatilbúinn
fatnaður, hverrar tegundar sem er, þekkist varla orðið, og því síður
skæðaskór, enda var það óhentugur skófatnaður í alla staði. Ekki
tel ég, að nokkrar nýjungar hafi átt sér stað í matargerð. Átakanlegt
er, að hin íslenzka síld sést hér helzt aldrei, hvorki ný né söltuð, og
er ófáanleg. Mikils er neytt af kartöflum, og ég býst við nýsoðnum,
víðast hvar. Aftur á móti eru gulrófur ekki metnar að verðleikum né
rétt með farnar til matar, hygg ég. Húsmæðrum er þó kunnugt um,
að manneldisfræðingar nefna gulrófuna sítrónu Norðurlanda, og ekki
er hún forsmáð, ef hún sézt i búðarglug'gum. Sama máli gegnir um
tómata; af þeim fær fólk aldrei nóg, hve brjálað sem verðið er; þó
vita húsmæður, að sömu aðilar (manneldisfræðingar) segja, að þeir
séu aðeins til augnagamans og borðskreytingar, þ. e. a. s. sú vara,
sem hér er á boðstólum. Mjólkurneyzla er állt of lítil flesta eða alla
tíma ársins fyrir þorrann af fólki í bænum.
Djúpavogs. Fatnaður yfirleitt góður, en myndi vera betri, ef ekki
væri skortur á vefnaðarvöru. Börn eru hér yfirleitt hlýlega klædd.
Viðurværi, held ég, að sé víðast hvar gott, enda sér maður óvíða eða
verður var við hörgulkrankleika. Lýsisgjafir barna almennar.
Kirkjubæjar. Fatnaður og matargerð sæmilegt, en óbreytt. Of lítið
grænmeti og þess vegna hætt við bætiefnaskorti.
Vestmannaeyja. Engar breytingar á fatnaði og matargerð, svo að
orð sé á gerandi.
6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Æðimikill misbrestur er á aðstöðu til dreifingar mjólkur, einkum
í smærri þorpum og kaupstöðum, þar sem ekki nýtur enn við geril-
sneyðingarstöðva og þó mjólkursamsala margra misjafnra framleið-
enda frá einum og sama sölustað. Er slík tilhögun reyndar hið mesta
glæfraspil, sem á engan rétt á sér frá heilbrigðislegu sjónarmiði. En
hagsmunir mjólkurframleiðenda reka ríkt á eftir, og eru þeir að
jafnaði ötullega studdir af hagsmunasamtökum sínum og hlutaðeig-
andi stjórnarvöldum. Neytendur reynast umkomulausari og mest fyrir
það, hve gersamlega þá sjálfa skortir skilning á hættunni. Fyrir það
hirða þeir aldrei, þó að ákvæði heilhrigðislaga og reglugerða, sem
þeim eru sett til tryggingar, séu að vettugi virt og að engu höfð, enda
styðja jafnvel að því sjálfir. Mörgum er nú kunnugt, að mjólk er
flokkuð eftir gæðum til gerilsneyðingar og hafa hugboð um, hver
sölumjólk er metin vel, miður vel eða óhæf í því sambandi. En
hversu margir eru þeir, sem gera sér ljóst, að mjólk, sem metin er
hið bezta hæf til gerilsneyðingar, getur eins fyrir það verið alls óhæf
og jafnvel stórhættuleg söluvara ógerilsneydd. Er meira að segja
ekki dæmalaust, að bústjóra meira háttar mjólkurbúa skorti alger-
lega skilning á þessu grundvallaratriði varðandi heilbrigðiskröfur