Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 239
237
þær, sem gera verður til almennrar sölumjólkur. Héraðslæknir í Ólafs-
fjarðarhéraði segir hér á eftir ýtarlega sögu átaka um fyrirkomulag
mjólkursölu í Ólafsfjarðarkaupstað, og birtist þar skýr mynd af á-
standi, sem of víða mun eiga sér líka liér á landi.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Reykvíkingar fá mjólk sína aðallega frá Mjólkursamsölunni,
og nam það mjólkurmagn árið 1950 um 15,8 milljónum lítra. Var öll
sú mjólk gerilsneydd. Aulc þess fá bæjarbúar mjólk frá 55 mjólkur-
framleiðendum, sem selja mjólkina ógerilsneydda beint til neytenda
eða neyta bennar sjálfir. Nemur það mjólkurmagn um 8,5% af
mjólkurneyzla Reykvíkinga, sem láta mun nærri, að sé um 17,1
milljón lítra á ári, eða tæpir 300 lítrar á hvern íbúa. (Eitthvað af
þessu fer þó í skip og nágrenni bæjarins.) Af þessu sést, að mjólkur-
neyzla Reykvíkinga er mjög mikil. Bæjarbúar áttu nú aftur kost á
að fá gerilsneydda mjólk í flöskum, sem heita má, að hafi verið ófáan-
leg í 7 ár. Sumpart vegna talsverðrar verðhækkunar á flöskumjólk-
inni, sumpart vegna ónógra birgða af flöskum hefur verið haldið
áfram, óátalið af heilbrigðisnefnd, að selja mjólk í lausu máli þeim,
er það vilja, og eru um 35—40% af mjólkinni selt þannig (um 14%
árið 1939).
Akranes. 1 sama horfi og undanfarin ár, og hafa ekki borizt kvart-
anir út af mjólkinni, enda er mjólkursala samvizkusamlega rækt.
Það mun nú fullráðið, að mjólkurstöðin taki til starfa í vor.
Borgarnes. Mjólkurbúið í Borgarnesi er rekið af myndarskap og
framleiðir góðar vörur. Mjólkursala utan samlagsins engin.
Stykkishólms. Allmargir hafa kýr í þorpunum, en það, sem á vantar,
er flutt úr nærliggjandi sveitum. Yfirleitt er næga mjólk að fá. Með-
ferð mjólkur víðast hvar sæmileg, þó að út af bregði stundum. Hins
vegar þykir mörgum undarlegt, að bændur, sem flytja og selja mjólk
hingað í Stykkishólm og sennilega búa við lægsta dreifingarkostnað,
sem þeltkist i landinu, skuli leyfa sér að selja óhreinsaða, óflokkaða
og ógerilsneydda mjólk sama verði og flokkuð gerilsneydd mjólk.er
seld á í lokuðum flöskum í Reykjavík. Að sjálfsögðu væri nauðsynlegt
að koma á eftirliti og gerla- og fitumælingum á mjólk hér i Stykkis-
hólmi, en slíkt er ekki auðgert, meðan bændur selja beint til neyt-
enda.
Búðardals. Mjólkurflutningar úr héraðinu til Borgarness félíu
aldrei alveg niður á árinu, og var samtals fluttur þangað 273151 litri.
Það er mesta magn, sem flutt hefur verið úr héraðinu á einu ári,
síðan mjólkursala hófst héðan.
Reykhóla. Mjólk og smjör nægilegt fyrir héraðsbúa allt árið.
Bíldudals. Mjólkurskortur nokkurn hluta ársins, eins og undan-
farin ár, og rætist lítið úr.
Hólmavikur. Mjólkursala úr sveitum í þorpin heldur minnkandi,
en með vaxandi atvinnuleysi reyna fleiri að hafa kú fyrir sig. Kúa-
fjöldinn í þorpunmn hefur aukizt allverulega, en einkum er'það til
bóta á Drangsnesi, þar sem mjólkurskortur hefur verið tilfinnan-
legur i þeirri barnamergð, sem þar er.
Hvammstanga. Mjólkuríramleiðsla talsverð. Allmargir selja mjólk