Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 240
238
til mjólkurstöðvarinnar á Blönduósi, en nokkrir vinna úr mjólk sinni
heima skyr og smjör til sölu, og er sú vara ærið misjöfn að gæðum.
Blönduós. Mjólkursamlaginu barst iniklu meiri mjólk en búizt var
við í byrjun, en nokkuð er mjólkin misjöfn að gæðum, og ræður þar
ekki mestu um sú vegalengd, sem mjólkin er flutt, heldur hitt, hve
sumir vanrækja kælingu á henni. Tekin var upp sú regla að vara þau
heimili við, sem fengu mjólk sína í 3. flokk eftir bláprófi, og jafnvel
að gera afturreka þá mjólk, sem fór í 4. flokk. Að sjálfsögðu er
mjólkin verðfelld til muna, ef henni er ábótavant að hreinleika.
Sauðárkróks. Mjólkurmagn til mjólkursamlagsins jókst enn að mun,
enda hafa bændur haft fátt af sauðfé, en fjölga kúm á meðan. Fram-
leiðir mjólkursamlagið ágætar vörur, bæði smjör, skyr og osta. Sölu-
mjólk er gerilsneydd. Allmargir bæjarbúar hafa kýr og seija mjólk
beint úr fjósi. Enn þá er ekki lokið smíði nýju mjólkurstöðvarinnar,
og er samlagið enn í sömu húsakynnum, sem eru mjög sæmileg.
ólafsfi. Allt frain í miðjan ágúst var mjólkursala með sama móti
og áður, þannig, að einstakir bæir næstir kaupstaðnum fluttu og
seldu mjólk til sinna vissu viðskiptavina. Auk þess var mjólk flutt
frá mjólkursamlagi KEA tvisvar í viku. Vildi mjög bera á því, að
sú mjólk skemmdist mjög fljótt, einkum að sumarlagi. Var það sízt
að furða, þar sem ég komst að raun um, að brúsarnir voru fluttir um
borð í skipið, daginn áður en það lagði af stað til Ólafsfjarðar.
Mjólkin var því búin að vera allt að sólarhring utan kælis, er hún
var seld. — Hinn 13. ágúst (ég þá staddur í Reykjavík) byrjaði Kaup-
félag Ólafsfjarðar að selja mjólk í kjötbúð sinni fyrir nýstofnaða
mjólkursamsölu. Forsaga mjólkursölumálsins er á þessa leið:
Bréf barst, stílað til mín, frá Kaupfélagi Ólafsfjarðar, dags. 22. marz
1950, þar sem tilkynnt er, að Framleiðsluráð landbúnaðarins hafi
heimilað félaginu að selja ógerilsneydda mjólk í sainsölu. Óskar fé-
lagið eftir tillögum heilbrigðisnefndar, hvernig haga beri móttöku
injólkurinnar, flutningi og meðferð á heimilunum, því að um þetta
allt þurfi að setja strangar reglur, er feli i sér, að strangasta hrein-
lætis sé gætt. Loks er óskað eftir, að heilbrigðisyfirvöld kaupstaðarins
hlutist til um, að aðgætt verði um ásigkomulag fjósa, mjaltir og með-
ferð mjólkurinnar á heimilunum yfirleitt, og þau heimili (ef einhver
eru), sem ekki uppfylli sett skilyrði, útilokuð frá þátttöku í samlaginu.
— Þetta bréf bar ég undir formann heilbrigðisnefndar, og svaraði
hann því, í samráði við mig, 11. apríl. Var kaupfélaginu bent á, að i
reglugerð frá 19. október 1946 um mjólk og mjólkurvörur, væru ná-
kvæm ákvæði um meðferð mjólkur o. s. frv., og mundi heilbrigðis-
nefndin krefjast þess, að þeim ákvæðum yrði fylgt. Enn l'remur taldi
nefndin allmikla sýkingarhætlu stafa af því að blanda mjólk saman
frá mörgum heimilum og ólíklegt, að það yrði leyft. — Heyrðist svo
ekkert um mjólkursölumálið, þar til bréf barst frá kaupfélaginu, dags.
10. ágúst. Er þar tilkynnt, að tæki til litprófunar á gerlainnihaldi
mjólkur sé nú komið og áformað sé að byrja mjólkursöluna einhvern
næstu daga, þegar nauðsynleguin undirbúningi sé lokið. Óskað er
eftir, að heilbrigðisnefnd bendi á, ef eitthvert heimili í sveitinni hafi
ekki leyfi til mjólkursölu vegna heilbrigðisástands, og þurfi svar að