Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 241
239
berast 12. ágúst, þ. e. eftir tvo daga. — Svo er að sjá á bréfinu, að
bændur séu þar komnir á þá skoðun, að allir, sem áður höfðu að
staðaldri selt föstum viðskiptamönnum óátalið mjólk, þyrftu ekki á
sérstöku leyfi eða vottorði að halda, þótt mjólkin væi’i seld í sam-
sölu. Endar bréfið á þessa leið, orðrétt: „Til þæginda getum vér gefið
upp, að aðeins fimm eftirtalin heimili bætast við þau, sem nú þegar
selja mjólk í kaupstaðnum.“ (Þau síðan talin upp.) — Þetta síðara
bréf barst mér í hendur, 1 eða 2 dögum áður en ég lagði af stað til
Reykjavíkur. Kvað ég svar við bréfi þessu verða að biða, þar til ég
kæmi aftur eftir ea. 10 daga. Vildi ég fjalla um þetta mál sjálfur, en
láta ekki staðgengil minn annast það. Bændur höfðu ekki heldur
fengið dýralækni til þess að framkvæma eftirlit það, sem heimtað er
í reglugerð. Áleit ég því að sjálfsögðu, að mjólkursalan mundi ekki
hefjast fyrr. —- En eins og áður er sagt, var mjólkursamsalan sett á
laggirnar 13. ágúst, meðan ég var fjarverandi, og braut því Kaup-
félag Ólafsfjarðar mjólkursölureglugerðina þegar í byrjun. — Er ég
var heim kominn, hélt heilbrigðisnefnd fund 21. ágúst. Var mjólkur-
sölumálið tekið fyrir. Ég lagði til, að mjólkursalan væri stöðvuð strax,
þar sem um brot á mjólkursölureglugerðinni væri að ræða. Ekki
treystust meðnefndarmenn mínir til að samþykkja það. Var þó sam-
þykkt, að mjólkursamsalan léti fara fram eftirlit með tilvísun til
17. gr. reglugerðarinnar frá 19. október 1946. Ef skoðun væri ekki
lokið fyrir 1. september, mundi mjólkursamsalan stöðvuð. — Dýra"
læknirinn á Akureyri gat ekki framkvæmt eftirlitið sökum anna, og
var það því framkvæmt af mér. — Voru þessi atriði athuguð: Fjósin
(stærð, birta, loftræsting, raki, flórar), mykjuhús, votheysgryfjur,
aðstaða til hreinlætis, t. d. handþvotta og júgurhreinsunar, salerni,
hvort hænsni eða rottur væru í fjósuin, mjólkuráhöld, svo sem mjólk-
urfötur, mjólkurbrúsar, mjólkursíur, aðstaða til kælingar á mjólk-
inni o. fl. -— Niðurstaða mín var þessi: Bönnuð var mjólkursala frá
4 bæjum, frá tveimur vegna þess, að fjós voru notuð sem salerni, sem
fljótlega var úr bætt (á öðrum bænuni var salerni að vísu til, en það
hafði fengið hvíld frá störfum og lá einhvers staðar við bæinn. Var
það allra myndarlegasta hús og sómdi sér vel, er það var komið á
réttan kjöl). Frá öðrum tveimur bæjum var salan stöðvuð vegna
mjög lélegra fjósa, sem voru gömul, þröng, loftlitil torffjós. Var að
mínum dómi ómögulegt að ætlast til, að liægt væri að framleiða
hreinlega meðfarna mjólk í þeim. — Á einum bæ voru hænsni i fjósi,
öðrum ónothæfar mjólkurfötur og hinum þriðja ónothæf mjólkursía.
Fyrirskipaði ég, að úr yrði bætt, og var það gert. —• Allmikill kurr
var meðal alrnennings, er þessi breyting varð á mjólkursölunni, eink-
um vegna ungbarnanna, en af bændum var keypt allmikið af mjólk
handa þeim. Auglýsti því Kaupfélag Ólafsfjarðar, að kostur væri á að
fá 1 litra af mjólk handa börnum innan 2 ára. Munnlega óskaði því
kaupfélagsstjórinn eftir því við mig, að ég tilnefndi þá bæi, sem
komið gætu til greina með að framleiða mjólk til neyzlu handa ung-
börnum. Tilnefndi ég 2 bæi, þar sem aðstaðan var bezt. Var mjólkur-
klefi á öðrum, en í smiðum á hinum. — Að lokum var ég viðstaddur
við móttöku mjólkurinnar á sölustað og athugaði sölufyrirkomulag