Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 243
241
mjólkurmálið, en hefði ekki tíma til að hlusta á dylgjur, stefnuhót
anir og hártoganir, og gekk af fundi. Hinir nefndarmennirnir sátu
samt fundinn út. Ivom í ljós, að sljórnin vildi fá sölubanninu aflétt,
sérstaklega á einum bæ. Var þá lítið orðið úr þeim ströngu kröfum
til hreinlætis, sem minnzt var á í fyrsta bréfi frá kaupfélaginu. —
Ekki gafst dýralækni tími til að framkvæma eftirlitið, sem ákveðið
var í október, fyrr en 21.—23. nóvember. Var niðurstaðan af skoðun
hans að mestu í samræmi við mína, nema hann leyíði mjólkursölu
úr öðru fjósi því, er ég dæmdi óhæft, en segir samt í skýrslu sinni,
að það uppfylli ekki þau skilyrði, sem sett eru í reglugerð, t. d. með
tilliti til flórsins. Flórinn var hellulagður og hellurnar allar skekktar
og skældar og því auðvitað ómögulegt að hreinsa þær til fullnustu.
Fjós þetta var í því ástandi, þegar ég skoðaði það, að ég áleit, að
injólkursala úr því kæmi aldrei til mála. Nú er það svo, þegar skoðun
fer fram á ákveðnum tíma, sem allir vita um, að þá gefst nægur tími
til ræstingar og til þess að snurfusa kýrnar og hafa allt sem þekki-
legast. En hvernig er ástandið þess á milli? Ég rakst af hendingu að
óvörum inn í 2 fjós, og brá mér heldur í brún. Þegar ég kom inn í
annað þeirra, var húsfreyjan í óða önn að verka inesta skitinn af
tröð og úr básum. Og „gallaður“ hefði ég þurft að vera til þess að
atast ekki í mykju við skoðun á gripunum. —• Það er auðráðið af
skýrslu dyralæknis, að hann leggur mest upp úr ástandi fjósanna og
heilbrigði kúnna (júg'ranna), en ég legg allt eins mikla áherzlu á
meðferð mjólkurinnar, frá því að mjólkað er og þar til hún er seld i
búðinni. Enn fremur ber skýrslan með sér, að dýralæknir gerir ráð
fýrir að blanda mjólkinni saman til að jafna fituna, en segir samt:
»Ef allri sölumjólk er blandað saman, er ekki hægt að neita því, að
hætta almennrar sýkingar vex.“ — Virðist þessi setning stangast á
við það, sem segir í niðurlagi skýrslu hans, en það er svo orðrétt:
»Ég álít, að þessi ráðstöfun (þ. e. samsalan) sé svo eðlileg og' svo til
hóta, að vert sé að taka þá fræðilegu áhættu um almennari útbreiðslu
sjúkdóma, sem henni fylgir, því að öllum er ljóst, að einkasöluað-
ferðin hefur alltaf sömu áhættu í för með sér fyrir hvern einstakan,
en sú áhætta yrði nokkuð minnkuð vegna þeirra ráðstafana, sem
samsalan gerir og ég hef drepið á.“ — Ráðstafanir þessar eru aðal-
lega litarprófun á gerlainnihaldi og' prófun á mjólk úr hverjum
einstökum spena með prófblöðum, er bændur hafa sjálfir. —• Ég er
á sama máli og dýralæknir, er hann segir, að hætta á sýkingu vaxi,
þegar mjólkinni er blandað sainan. Og þótt mjólk sé seld sér frá
hverjum bæ, þá er það alveg sama og að blanda henni saman, þegar
einum er seld mjólk frá þessum bæ í dag og frá allt öðrum á morgun.
— Ekki get ég' fallizt á þá skoðun hans, að einkasöluaðferðin, sem
hann kallar, þ. e. að hvert söluheimili hefur sína föstu kaupendur,
hafi alltaf sömu áhætta í för með sér og samsala. Ef ahnenningur
kaupir mjólkursambland frá 18 heimilum, sem eru í samsölunni, í
staðinn fyrir frá einu heimili, skilst inér, að sýkingarhættan aukist
í hlutfalli við heimilafjöldann. — Að mínum dómi verða kröfurnar
að vera mun strangari, ef um sölu ógerilsneyddrar mjólkur er að
ræða. Dugar þá lítið ein skoðun á ári, eins og dýralæknir gerir ráð
31