Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 244
242
fyrir. Því er ekki að neita, að gerilsneyðing getur mistekizt. Allar
heilbrigðisráðstafanir miða að því að gera hættuna sem allra minnsta.
— Mjólkursölureglugerðin gerir beinlínis ráð fyrir sölu á ógeril-
sneyddri mjólk, og verður þá allt erfiðara viðfangs. — í búðinni er
einnig seld gerilsneydd mjólk, sem er bannað, einnig ýmsar vörur,
sem má ekki heldur selja í mjólkurbúð. Á þeim grundvelli mætti
stöðva söluna hvenær sem er, en sennilega mundi það ekki stöðva
sölu ógerilsneyddrar mjólkur í framtíðinni.
Grenivíkur. Hér á Grenivík hafa flestir 1—2 kýr, svo að flestir
heimilisfeður hafa oftast nægilega mjólk lianda sínum heimilum og
geta þó hjálpað nágrönnunum; sveitirnar hér umhverfis framleiða
mjólk til sölu á Akureyri. Voru seldir ca. 325000 litrar s. 1. ár. Er
hún flutt alltaf, þegar fært er, en fram að þessu hefur fallið úr nokkur
tími að vetrinum, og þó að upphleyptur vegur komist til Grenivíkur,
sem von er til, að verði á næsta sumri, þá er hætt við, að svo verði
áfram einhvern hluta vetrarins vegna snjóa.
Þórshafnar. Mjólkurskortur á Þórshöfn á hverju hausti.
Seyðisfi. Sérstaklega síðari árin hefur mjólkurframleiðsla verið of
lítil í bænum og aðflutt mjólk mjög takmörkuð. Ekki útlit fyrir, að
úr þessu rætist innan skamms, því að alltaf fækkar þeim, sem hafa
þessa atvinnu með höndum, þrátt fyrir verulega verðhækkun á
mjólkinni. Yngri kynslóðin lítur ekki við gripahirðingu eða búskap-
arbasli af neinu tagi. Talsvert er selt af mjólk í sjálfum bænum húsa
milli, en aðalmjólkursalan er frá Dvergasteini. Rjómi og skyr kemur
með hverri skipsferð að norðan (Akureyri og Húsavík) og er til sölu
í bænum. Skyrneyzla er mikil. Viðkunnanlegra væri, að vörur þessar
væru framleiddar nær, a. m. k. í fjórðungnum.
Nes. Mjólkurbúð er ein á staðnum og hefur þótt heldur misjafn-
lega rekin, en stendur þó til bóta. Mjólk er af skornum skammti
fyrra hluta vetrar, en annars nokkurn veginn fullnægjandi, en æski-
legt væri, að hægt væri að auka mjólkurneyzlu almennt. Mest öll
mjólkin kemur frá bæjum innan úr Norðfjarðarhreppi, þar sem góð
skilyrði virðast vera til, að hægt sé að auka framleiðsluna.
Vestmannaeyja. Mjólkurbú er rekið af bænum. Aðflutt mjólk úr
Reykjavik. Mjólkurframleiðsla á að geta stóraukist hér með meiri
ræktun og stofnun mjólkurbús til viðbótar þvi, sem bærinn rekur.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Ástæða er til að vekja athygli á, að jafnmargir hafa dáið á
árinu af áfengiseitrun og af bílslysum. Enn fremur var áfengi sam-
verkandi orsök að 3 dauðaslysum, auk þess sem það var bein og
óbein orsök fjölda annarra slysa.
Borgarnes. Alls er þessa neytt í hófi og óhófi, eins og gengur. Til
er ofdrykkja, þótt sjaldgæf sé. Kaffi almennt notað og sígarettur,
nokkuð neftóbak. Drykkjulæti á samkomum valda leiðindum, þegar
þau koma fyrir, sem er ósjaldan.