Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 245
243
Stykkishólms. Áfengisnautn hverfandi lítil til sveita, lítils háttar
við sjávarsíðuna, en yfirleitt vel með farið. Kaffi og tóbaksnotkun
almenn og sjálfsagt of mikil.
Búðardals. Áfengisnautn er lítil og fer minnkandi. Kaffi- og tóbaks-
neyzla allmikil.
Reylchóla. Áfengisnautn er lítil, lielzt ber á þvi, að áfengi sé um
hönd haft á sumarsamkomum. Kaffi er mikið drukkið. Reykingar
eru alltaf almennar, sérstaklega meðal ungra manna. Önnur tóbaks-
notkun ekki teljandi.
Hólmavíkur. Áfengisnautn virðist mér fara síminnkandi, síðan ég
fluttist hingað. Er það sjaldgæft að sjá menn undir áhrifum víns,
jafnvel á samkomum sjómanna, sem oft þóttu róstusamar áður fyrr.
Hvammstanga. Áfengisnautn vart teljandi. Kaffi- og tóbaksneyzla
talsverð, eins og gengur.
Sauðárkróks. Alltaf nokkur, einkum á samkomum. Kaffi- og
tóbaksneyzla svipuð og áður, að ég held, þó að hvort tveggja hafi
hækkað mjög í verði.
Ólafsfí. Ekki hægt að telja áfengisnautn mikla. Býst við, að kaffi-
og tóbaksnautn sé sízt minni en áður.
Grenivíkur. Áfengisnautn lítil, helzt í sambandi við dansskemmt-
anir. Kaffi notað svipað og áður, og eins er með tóbak. Þó er nú ef
til vill minna reykt af sígarettum en áður, en pípan hefur þá tekið við.
Þórshafnar. Afengisneyzla mikil. Oft óspektir i sambandi við hana.
Vopnafí. Kaffineyzla mun svipuð og verið hefur um langan aldur.
Vínnautn mun færast heldur í vöxt, en er þó ekki áberandi. Sígarettu-
rejdringar karla og kvenna fara sívaxandi. Sælgætisát er mikið í kaup-
túninu og öllum til óþurftar.
Seyðisfí. Ekki er hægt að segja, að hér beri mikið á drykkjuskap,
en vínneyzla mun vera svipuð á samkomum sem annars staðar nú
orðið. Afnám kaffiskömmtunarinnar vakti almenna hrifningu.
Tóbaksnotkun fer ekki i vöxt. Margir karlmenn reykja lítið sem ekk-
ert, en hið sama verður ekki sagt urn kvenþjóðina gagnvart sígarett-
um, þó að margar séu þar undantekningar. Ungar stúlkur reykja
ekki almennt.
Nes. Engin áfengisverzlun er á staðnum, en áfengi innflutt víða að,
og ber nokkuð á drykkjulátum í sambandi við skemmtanir og eins,
er skip koma úr siglingum. Nokkrir menn hér verða að teljast krón-
iskir alkohólistar.
Djúpavogs. Yfirleitt minni áfengiskaup hér á þessu ári en árið
áður, og valda því ef til vill minni peningaráð manna þeirra, sem
slíkrar vökvunar hafa neytt. Kaffineyzla virðist lítið hafa minnkað,
þrátt fyrir hið háa verð.
Kirkjubæjar. Áfengs- og tóbaksnautn er hér lítil.
Vestmannaeyja. Áfengisnautn er allt of mikil hér eins og annars
staðar, því að alls staðar er hún til bölvunar og niðurdreps, og má
segja hið sama um of mikla tóbaksnautn.