Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 246
244
8. Meðferð ungbarna.
Ljósraæður geta þess í skýrslum sinum (sbr. töflu XIII), hvernig
4000 börn af 4045 lifandi fæddra barna, sem skýrslurnar ná til, voru
nærð eftir fæðinguna. Eru liundraðstölur, sein hér segir:
Brjóst fengu ................................ 93,2 %
Brjóst og pela fengu ........................... 3,0 —
Pela fengu ..................................... 3,8 —
í Reykjavík litu tölurnar þannig út:
Brjóst fengu .................................. 99,1 —
Brjóst og pela fengu ........................... 0,1 —
Pela fengu ..................................... 0,8 —
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Flestar mæður leggja börn sin á brjóst, a. m. k. fyrst í
stað; margar eru úthaldslausar, segjast geldast fljótt og hætta þess
vegna.
Kleppjárnsreykja. Er hé.r í ágætu lagi, og þykja mér mæður furðu
glöggar á þroskamisfellur barna sinna. Það er mjólkin, lýsið og
grænmetið, sem helzt veita öryggi í þessum efnum.
Stykkishólms. Yfirleitt góð. Flestar mæður liafa börn sin á brjósti.
Algengt er að byrja snemma að gefa börnum lýsi.
Búðardals. Góð.
Reykhóla. Virðist mjög góð.
Þingeyrar. Meðferð ungbarna ágæt.
Hólmavíkur. Fer sennilega batnandi. Undantekning er, ef börn eru
ekki höfð á brjósti, lengri eða skemmri líma.
Hvammstanga. Má teljast í góðu lagi.
Sauðárkróks. Ungbarnadauði er með meira inóti. 3 börn dóu svo
að segja nýfædd og voru strax veikburða. 1 barn, er dó tæplega mán-
aðargamalt, hafði ekkert verið lasið að sjá, er móðirin lagði það í
vögguna, en er hún stuttu síðar leit til þess, var það örent.
Ólafsfi. Viðleitni mæðra töluverð til réttrar meðferðar á ungbörn-
um, en áreiðanlega bregðast þær börnunum, þar sem sízt skyldi, því
að þótt ljósmæður telji flest börn lögð á brjóst, reynist það ekki til
frambúðar. Bera þær ýmsu við, svo sem að þær mjólki ekki, injólkin
sé óholl o. s. frv.
Grenivíkur. Meðferð ungbarna góð. Flest fá móðurmjólkina og
snemma lýsi. Tíðarfarið oft stirfið hér norðanlands, svo að útivist
ungbarna verður minni en æskilegt væri, en undir eins og þau geta
vel borið sig um, eru þau mikið úti.
Þórshafnar. Góð.
Nes. Að góðu gagni kemur hér leiðbeiningabæklingur landlæknis,
sem brýnt er fyrir konum að fara eftir. Lýsisgjafir eru almennar og
Ijóslampar mikið notaðir. Samkvæmt skýrslum fá næstum öll börn
brjóst, en mjög, held ég, að þær skýrslur séu villandi, því að ekki er
getið um, hve langur tíminn er. Mér finnst, að yfirleitt hafi konur
ekki börn sin á brjósti nema nokkra daga eða vikur, og þykist þá
vel hafa gert.