Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 247
245
Kirkjubæjar. Ágæt. Enginn ungbarnadauði.
Vestmannaeyja. Fer með ári hverju batnandi. Ungbarnadauði má
teljast lítill sem enginn. Heilbrigðiseftirlit með ung'börnum batnað
hér til muna. Flest ungbörn höfð á brjósti.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfí. íþróttalíf er talsvert, sund, skíðaferðir og frjálsar íþróttir.
Kleppjárnsreykja. Helzt lögð áherzla á sund. 144 aðkomubörnum
kennt í innilauginni i Reykholti; einnig kennt sund í Hreppslaug og
Veggjalaug. Leiðbeiningar einnig veittar um iðkun frjálsíþrótta. Ung-
mennafélögin leggja einnig áherzlu á, að fólk noti skíði sín á vetrum.
Stykkishólms. 1 3 hreppum héraðsins eru starfandi íþróttafélög, og
korna meðlimir þeirra saman til íþróttakeppni einu sinni til tvisvar á
ári. Hér í Stykkishólmi hefur áhugi glæðzt og aðstæður batnað mjög
til íþróttaiðkana við byggingu hins ágæta íþróttahúss, er nýlokið er
við í sambandi við skólann hér. Eru þar stundaðar inniíþróttir, leik-
fimi og badminton mikinn hluta árs. Einnig liefur verið gerður leik-
vangur til útiíþrótta, svo að aðstaða verður að teljast hér góð. í ráði
er að reyna að koma hér upp sundlaug, en enn þá er það verk ekki
hafið.
Reyklióla. Fyrst og fremst má telja sundíþróttina. Ágæt sundlaug'
á Reykhólum og þar haldin sundnámskeið á hverju vori.
Þingeyrar. Íþróttalíf fáskrúðugt.
Sauðárkróks. Leikfimi kennd i barnaskóla og gagnfræðaskóla
Sauðárkróks. Sundkennsla fer fram í Varmahlíð á vorin fyrir nem-
endur úr öllum Skagafirði. Knattspyrna og frjálsar íþróttir eru nokkuð
stundaðar, einnig skíðaferðir. Knattleikur kenndur um tima á árinu.
Ólafsfj. Ég tel íþróttaáhugann hafa minnkað á siðari árum. Sund
samt töluvert iðkað, en skíðaíþróttin í afturför.
Grenivíkur. Mjög hefur verið dauft yfir öllu íþróttalífi. Helzt er
skíðaíþróttin iðkuð. Smákrakkar byrja snemma að staulast á skíðum
og halda því svo áfram, er þeir eldast. Byrjað var á því að stækka og
lagfæra íþróttavöll hér á Grenivík síðast liðið sumar, og er ætlunin
að fullgera þar grasvöll.
Þörshafnar. Sundlaug starfrækt yfir hásumarið. Að öðru leyti ekk-
ert íþróttalíf.
Seyðisfj. Leikfimi og sund fastar námsgreinar við barna- og ung-
lingaskólann. Köldustu vetrarmánuðina er sundhöllin lokuð í sparn-
aðarskyni. Frjálsar íþróttir eru alltaf dálítið stundaðar af áhuga-
sömum íþróttamönnum. Sldðakennari fenginn á hverjum vetri.
Skautasvell eru notuð, þegar þau gefast. Að sumrinu er sund iðkað
í hinni myndarlegu sundhöll.
Nes. Hér er starfrækt sundlaug og gufubaðstofa, til mikillar fyrir-
myndar, hvað stjórnsemi og annað ágæti snertir. Er áberandi, hve
mikinn þátt hún á í hreinlæti i bænum, auk annars notagildis.
íþróttafélagið Þróttur starfar af miklum krafti: fimleikaflokkur,
skíðaflokkur, sundflokkur o. fl. Hefur staðið fyrir skíðakennslu fyrir