Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 249
247
þessara barna, eða 91,1%, forar- og' kaggasalerni fyrir 1212 börn,
eða 8,5%, og ekkert salerni hafa 62 börn, eða 0,4%. Leikfimishús
hafa 9995 barnanna, eða 70,1%, og bað 10834 börn, eða 75,9%. Sér-
stakir skólaleikvellir eru taldir fyrir 9955 börn, eða 69,8%. Læknar
telja skóla og skólastaði góða fyrir 11167 þessara barna, eða 78,3%,
viðunandi fyrir 2895, eða 20,3%, og óviðunandi fyrir 204, eða 1,4%.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvik. Á árinu var dregið lítið eitt úr kennslustundafjölda í efri
bekkjum barnaskóla bæjarins og enn fremur í gagnfræðadeildunum.
Tildrög voru þessi: Skólalæknar barnaskóla Reykjavíkur og ég höfð-
um gert nokkra athugun á vinnutíma skólabarna. Athuguðum ’súð
skólatíma og kennslustundafjölda hvers bekkjar í öllum barna- og
unglingaskólum bæjarins og hve mikill hluti hans fer í andlega og
hve mikill í líkamlega vinnu. Loks áætluðum við heimavinnu barn-
anna. Taldist okkur til, að vinnutími barnanna alls á viku væri sem
hér segir (hér aðeins tilteknir 4 aldursflokkar): 7 ára: rúmar 24
klst., 10 ára: 37%—38 klst., 13 ára: 47—51 klst., 15 ára: 54y2—55%
klst. Þegar athugað er, að vinnutími fullorðinna, sem vinna svo
kallaða „andlega“ vinnu, mun vera 32—-38 klst. á viku, en skólanám
barna og unglinga krefst meiri orku og er meira lýjandi starf en
venjuleg andleg vinna fullorðinna, getur ekki orkað tvímælis, að
börnum og unglingum er íþyngt um of með núverandi tilhögun á
skólanámi. Skólalæknarnir og ég fórum því fram á það við fræðslu-
málastjóra, að hann hlutaðist til um, að vinnutími nemenda í barna-
og unglingaskólum yrði styttur frá því, sem nú er. Sérstök áherzla
var lögð á að fá skólaferðum barnanna fækkað að mun. Skólaganga
11—12 sinnum á viku var ekki óalgeng, og sum börn urðu að sækja
skólann 15 sinnum á viku. Fræðslumálastjóri brást vel við þessu er-
indi, enda var hann mjög hlynntur því, að ofangreindar athuganir
yrðu gerðar. Skólastjórar og kennarar barnaskólanna hafa hins vegar
tekið málinu fálega, telja, að ýtarlegri rannsókn þurfi að leiða í ljós,
að börnunum sé yfirleitt íþyngt með of langri skólagöngu, áður en
farið verði að gera verulegar breytingar á núverandi stundafjölda í
barnaskólunum.
Hcifnarfi. Skólahjúkrunarkonan vinnur ómetanlegt starf að líta
oftir hreinlæti barnanna. Flest öll börnin fá kvartsljósaböð í skólan-
um, hver hópur vissan tíma í einu.
Akranes. Skólaskoðun var framlcvæmd í öllu héraðinu á síðast
liðnu hausti. Hér á Akranesi hefur orðið mikil breyting á um hús-
næði barnaskólans. Nýtt skólahús hefur verið reist, og var það tekið
i notkun í haust. Það var þó ekki tilbúið fyrr en svo, að kennsla gat
hafizt um miðjan nóvember. Húsið allt úr steinsteypu. Útveggir ein-
angraðir, sumir með 8 cm frauðsteypu, en aðrir með 10 cm þykkum
vikurplötum. Stærð hússins 49,4 X 10 m, þ. e. 494 m2 að flatarmáli,
en 5094 m3, tvær hæðir og kjallari. í kjallara eldhús, smíðastofa,
snyrtiklefar fyrir drengi og stúlkur og geymsla. Enn fremur spenni-
stöð. Á neðri hæð eru 4 kennslustofur, hver 43 m2 og 3 m hæð undir
loft, kennaraherbergi, skólastjóraherbergi, áhaldageymsla, smáeldhús,
ræstiklefi og snyrtiherbergi. Á efri hæð eru 6 kennslustofur, 43 X 3