Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 250
248
m, herbergi fyrir hjúkrunarkonu, ræstiklefi og vatnssalerni. Enn
fremur rúmgóður gangur á báðum liæðum. Við austurenda hússins
er ketilhúsið. Húsið er hitað með oliukyntuin miðstöðvarkatli, en
hitun herbergja er svo nefnd geislahitun. Eins og að undanförnu
hafði hjúkrunarkona eftirlit i skólanum.
Kleppjárnsreykja. Yfirleitt njóta farskólarnir sæmilegs luisnæðis
til barnafræðslu, en heldur eru barnaskólarnir í Stafholtstungum og
í Reykholtsdal af vanefnum gerðir, en von er nú til, að úr rætist
bráðlega um skólahúsnæði fyrir börnin. Héraðsskólinn, bændaskól-
inn og sérstaklega kvennaskólinn eiga við ágætt liúsnæði að búa.
Borgarnes. Skólaskoðanir fóru frain eins og venjulega, og voru
börnin hraust, skólastaðir sums staðar ágætir, t. d. í Borgarnesi, og'
annars staðar mjög sæmilegir.
Ólafsvíkur. Skólahús eru í 3 hreppum, Neshreppi, Breiðuvíkur-
hreppi og Ólafsvíkurhreppi. Hin 2 fyrri eru nýlega reist, hið síðast
nefnda er skólastofa á félagsheimili á Arnarstapa, en skólahúsið hér
á staðnum er gamall garmur, sem á að hverfa, og er hafinn undir-
húningur að byggingu nýs húss.
Stykkishólms. Alltaf framkvæmt í byrjun skólaárs á öllum skóla-
stöðum. Skólastaðir mjög mismunandi, sumir ágætir eins og í Stykkis-
hólmi, aðrir lakari og sumir varla viðunandi.
Búðardals. Heimavistarskólahús reist í Saurbæ. Skólaskoðun fór
fram á öllum skólastöðum í byrjun skólaárs. Allsæmilegt heimavistar-
hús hefur verið reist í Saurbæ. Þó er ekki fullgengið frá því enn þá.
Er ekki hægt annað að segja en þetta sé mikil bót frá því, sem áður
var. Slíkir heimavistarskólar þyrftu víðar að koma, svo að hægt væri
að leggja niður kennslu í heimahúsum, þar sein engin skilyrði eru
til þess að halda uppi barnakennslu.
Reykhóla. Skoðun skólabarna fór fram í byrjun skólaárs eins og'
áður. Allt eftirlit erfitt í svo miklu dreifbýli sem hér er.
Þingeyrar. Skólahús hin sömu og undanfarin ár.
Flateyrar. Skólaskoðun fór fram á Flateyri og Suðureyri, en ekki
var skólaskoðað í Mosvallahreppi.
ísafj. Skólaeftirliti var hagað á sama hátt og undanfarin ár. Skóla-
liúsin eru rúmgóð og vistleg og vel að nemendum búið. Einkum er
kvennaskólinn glæsileg námsstofnun.
Árnes. Skólahúsið á Finnbogastöðum er það lítið, að tví- og þrí-
setja verður í það. Hiisið sjálft er vandað og' hlýtt, en illa fallið til
að rúma heimavist og íbúð skólastjóra. Svefnstofur nemenda eru 3,
settar lokrekkjum og „kojum“. 1 stofan er 22 m3 og með 7 rúmum,
þ. e. 3,1 m3 á barn; önnur er 34,6 m3 með 9 rúmum, þ. e. 3,8 m3 á
barn; hin þriðja 25 m8 með 6 rúmum, þ. e. 4,2 m3 á barn. Til jafnaðar
tæpir 3,8 m3 á barn. Eru það hörmuleg þrengsli, þar sem loftræsting
er af skornum skammti.
Hólmavikur. Gamla heimavistarhúsið á Heydalsá var nú ekki notað
lengur, enda börnin orðin svo fá, að komast mátti af með farkennslu
á góðum heimilum. Innréttað var samkomuhús, sem jafnframt á að
nota til skólahalds, í braggabyggingu að Klúku í Bjarnarfirði. Var
því ekki að fullu lokið, er skólaskoðun fór frarn. Hafa Bjarnfirðingar