Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 251
249
liaí't farkennslu hjá sér undanfarna 2 vetur, en undu því illa. Hvernig
til hefur tekizt, get ég ekki dæmt uin að sinni. Heimili og lnisakynni,
þar sem farkennsla fer fram, eru yfirleitt góð.
Hvammstanga. Engin breyting frá því, sein verið hefur um skeið.
Blönduós. Fór fram með venjulegum hætti, og’ er einkum áberandi,
að lús er nú að hverfa, enda þykir það nú orðið mesta vanvirða að
hafa hana. Hægara er og orðið að fá sæmilegt húsnæði fyrir farskól-
ana, síðan nýjum húsum fjölgaði í sveitunum.
Sauðárkróks. Skólastaðir að mestu hinir sömu og áður með sömu
ágöllum. Ekki hefur enn verið fullgengið frá skólahúsinu í Lýtings-
staðahreppi, en það, sem notað er af því, er sæmilegt og nægir fyrir
þann barnafjölda, sem er. Skoðaðir voru einnig nemendur gagnfræða-
skólans og iðnskólans á Sauðárkróki, en þeir eru til húsa í barna-
skólanum. Sömuleiðis voru skoðaðar námsmeyjar kvennaskólans á
Löngumýri. Þar er nú orðinn sæmilegur húsakostur.
Hofsós. Byrjað að kenna í nýja barnaskólahúsinu á Hofsósi. Enda
þótt enn sé langt í land, að húsinu sé fulllokið, má segja, að þetta sé
stórt spor í framfaraátt, því að barnaskólinn hefur mörg undanfarin
ár verið á algerum hrakhólum, livað húsnæði snertir.
Ólafsfí. Skólaeftirlit framkvæmt fyrstu dagana í október. Því miður
liefur ekki verið hægt að fullgera nýja skólahúsið vegna fjárskorts.
Eftir er að setja upp hreyfanleg skilrúm á efri hæð, þannig að hægt sé
að breyta 3 kennslustofum í einn sal. Alveg eftir að innrétta skóla-
eldhús. Eftir að fullmála efri hæð, hún grunnmáluð á árinu. Lokið
við að leggja gólfdúka. Hæðin er samt notuð til kennslu, þar sem
bráðabirgðaskilrúm eru notuð.
Akureyrar. Heilsufar var yfirleitt mjög gott á skólaárinu. Ljós-
lækninga nutu 355 börn, 225 stúlkur og 130 drengir, og fengu börnin
22—28 Ijóshöð hvert. Af lýsi voru gefnir 350 lítrar og með því rúg-
brauð og gulrætur eftir þörfum. Tannlækningar fóru fram í skólan-
um í 7 mánuði, og voru fylltar 660 tennur alls og dregnar 64 tennur.
Rótfylltar voru 38 tennur. Ekki er talin hér viðgerð á barnatönnum.
Grenivíkur. Skólabörn skoðuð haust og vor. Lýsi gefið allan vetur-
inn. Börnunum fór vel fram. Þyngdust þau og lengdust 3,75 kg og
2,74 cin á skólaárinu 1949—1950. Önnur skólastofan var lagfærð og
máluð.
Þórshafnar. Skólastaðir viðunandi.
Vopnafí. Heimavistarbarnaskólinn á Torfastöðunr að mestu full-
gerður. Lokið var við miðstöð og raflagningu í húsið. Dúka vantar
enn þá á flest borð. Húsið er enn að mestu ómálað að innan og innan-
húsmunir af skornum skammti.
Seyðisfí. Skólastaðir hinir sömu og áður. Byggð á árinu forstofa
við kjallarainngang barnaskólans. Fékkst við það betri hlífðarfata-
geymsla og jafnvel rúm til leikja í frímínútum, þegar veður hamlar
útivist. Skólahúsinu vel við lialdið. Aftur er lítið gert fyrir skólahús
hreppsins. Tannlækningar fara fram á hverjum vetri fyrir skólabörnin,
kostaðar af bænuni. í Loðmundarfirði eru nú nokkur börn að kom-
ast á skólaskyldualdur, og fer nú sennilega að byrja þar aftur far-
skóli, eftir margra ára hvíld.
32