Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 254
252
Blönduós. Ferðalög voru þau mestu, sem farin hafa verið, senni-
lega síðan læknir settist hér að, eða 271 ferð alls, og samtals 11284
km., en ekki var nein ferðin neitt sérstaklega söguleg. F.ngar stærri
aðgerðir voru gerðar utan sjúkrahúss, en nokkrar minni háttar að-
gerðir á lækningastofu minni í Höfðakaupstað.
Grenivíkur. Hef verið bíllaus í 2 ár og því upp á aðra kominn um
íarkost, sem stundum getur verið bagalegt. Þegar ekki er bílfært, eru
flestar ferðir farnar gangandi eða á skíðum.
Kópaskers. Samtals ferðast 6725 km á árinu. Þar af 34 ferðir 100
km eða lengri. Langsamlega mest var ferðast á bilum. í uokkrum
ferðurn var farinn hluti af Ieiðinni á hestum og í einni ferð gengnir
um 50 km á skíðum.
Nes. Yfirleitt lítil sem engin ferðalög. Nokkrar ferðir í Mjóafjörð.
Vestmannaeijja. Sjóferðir oft slarksamar, en farið minnkandi, síðan
hafnarbætur urðu hér meiri. Koma togarar nú með slasaða menn
að bryggju, en oft þarf að fara út í skipin út á „Vík“, og eru þær
ferðir oft hættulegar og slarksamar í kviku, náttmyrkri og hríðum.
15. Slysavarnir.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Slysavarnarfélag starfar hér af dugnaði.
Akranes. 3 slysavarnardeildir starfa hér, karlmanna-, kvenna- og
unglingadeild. Virðist kvennadeildin vera með góðu lífi. Björgunar-
tæki eru þessi: Björgunarbátur, línubyssa með tilheyrandi og 5 bjarg-
hringir; eru 3 á hafnargarðinum og 2 á bryggju.
Stykkishólms. Slysavarnardeildir starfandi i 3 hreppum héraðsins.
Búðardals. Hér í Búðardal var stofnuð deild úr Slysavarnarfélagi
Islands.
Reijkhóla. Slysavarnardeild var stofnuð í Reykhólahreppi á árinu.
Safnar hún fé til slysavarna.
Sanðárkróks. Slysavarnardeildir eru 2 á Sauðárkróki og' vinna að
fjársöfnun til slysavarna.
Ólafsfj. Slysavarnarfélög karla og kvenna munu vera með lífsmarki.
Aðalstarfið fólgið í fjársöfnun til slysavarna. Komið hefur verið upp
skipbrotsmannaskýli í Hvanndölum.
Grenivíkur. Börn héðan úr hreppnum læra sund í sundlaug slysa-
varnardeildarinnar hér. Björgunarhringur er á bryggjunni. Skipbrots-
mannaskýlið á Látrum var mjög mikið endurbætt i sumar. Var það
þiljað innan og smíðuð í það rúmstæði. I því er m. a. teppi, eldstæði,
kol, olía og matur. Skipbrotsmannaskýlið á Þönglabakka fékk í sum-
ar heimsókn, miður góða að sögn. Var þar mjög ljót aðkoma, allt á
tjá og tundri og umgangur allur hinn versti. Óhugsandi er, að menn
héðan úr héraðinu hafi þar verið að verki, því að þess er einmitt
gætt, þegar það er notað af þeim, að allur frágangur þar sé hinn
bezti.
Nes. Kvennadeild Slysavarnarfélags Islands starfar hér ötullega að
fjársöfnun til ýmissa slysavarna. Beitir sér nú aðallega fyrir bygg-
ingu sjúkrahússins.