Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 255
253
Kirkjubæjar. Deildir eru hér 5 í Slysavarnarfélagi íslands. Ekki
þurfti til þeirra að taka á þessu ári, þar eð engin skip strönduðu.
Vestmannaeyja. Björgunarfélag Vestmannaeyja og Slysavarnarfé-
lagið Eykyndill síarfa hér að þessum málum. Varðskipið Ægir er hér
á vertíð og annast veiðarfæragæzlu, og i forföllum þess m. s. Óðinn
eða aðrir bátar á vegum Ríkisskipa.
16. Tannlækningar.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. 2 tannlæknar hafa starfað hér á árinu, sína 3 inánuði
hvor. Þegar þetta er ritað, er hér tannlæknislaust. Virðist þó svo sem
hér séu sæmileg atvinnuskilyrði fyrir tannlækni, ekki sízt þar sem
bærinn greiðir álitlega upphæð mánaðarlega fyrir eftirlit og aðgerðir
á tönnum barnaskólabarna.
Ólafsvikur. Tannsmiður dvaldist hér vikutíma.
Stykkishólms. Tannlæknir dvaldist hér um tíma i sumar, smíðaði
milli 20 og 30 tannsett og gerði við talsvert af tönnum. Ég held, að
hér á Snæfellsnesi væri nóg verksvið fyrir 1 tannlækni, sem gæti
tekið að sér skólatannlækningar við alla stærri skóla og auk þess
liðsinnt öllum þeim, er þurfa tannviðgerða og tannsmíða við, en nú
verða annað hvort að leita til Reykjavikur með ærnum tilkostnaði
og fyrirhöfn, eða láta tennur sínar grotna niður af caries, eins og
algengara er, og rífa þær síðan úr, þegar enginn friður er lengur
fyrir tannverk. Væri athugandi, hvort heilbrigðisstjórnin gæti ekki
haft áhrif í þá átt, að tannlæknar settust víðar að á landinu en nú er.
Reykhóla. Tannsmiður dvaldist hér í héraðinu nokkra daga á síð-
ast liðnu sumri og smíðaði nokkra górna. Er hugmyndin, að hann
komi aftur á sumri komandi.
Þingeyrar. Tannlæknir kemur hér aldrei, og er það til mikils baga,
þar sem tannskemmdir eru algengur kvilli, en fæstir hafa ráð á að
leita tannlæknis i önnur pláss.
Blönduós. Tannsmiður dvaldist um tíma á Blönduósi og smíðaði
tennur, en tannlæknir er hér enginn, og verður því árlega að taka
allmikið af tönnum, sem mætti ditta að. Nokkrir leita þó til Reykja-
víkur til þess að láta gera við tennur sínar, en þó varla aðrir en þeir,
sem aðstöðu hafa til að dveljast þar talsverðan tíma.
Sauðárkróks. Tannlæknir er nú búsettur á Sauðárkróki til mikils
hagræðis fyrir bæinn og héraðið. Barnaskólabörn á Sauðárkróki njóta
ókeypis tannlækninga. Fólk í sveitum mun nú ekki enn þá nota
sér sem skyldi að geta fengið gert við tennur sinar, en vonandi lær-
ist það.
Grenivíkur. Þeir, sem láta gera við tennur sínar, fara til tannlæknis
á Akureyri, og munu fleiri nú láta gera við þær en áður
Þórshafnar. Enginn tannlæknir eða -smiður komið til Þórshafnar
á árinu.
Seyðisfj. í október sellist hér að þýzkur tannlæknir, að fengnu leyfi
heilbrigðisyfirvaldanna. Er nú í bráð a. m. k. leyst úr tannlækna-
skorti þeim, sem verið hefur á Austurlandi, þar eð aðeins hefur verið