Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 256
254
einn tannlæknir í öllum fjórðungnum. Hinn tanniæknirinn (réttara:
tannsmiður) er búsettur á Eskifirði, en báðir veita þeir, hvor í sínu
lagi, þjónustu í nágrannabyggðum.
Nes. Tannlæknir (tannsmiður) frá Eskifirði dvelst hér nokkra
mánuði að vetrinum til og gerir við tennur, og er árangur af því
mjög áberandi, hvað snertir tennur eldri skólabarna. Tannlæknir úr
Reykjavík dvaldist hér og eitthvað í sumar.
Kirkjubæjar. Gerði við 16 tennur. Tannsmiður kom hingað í júní
og smíðaði tennur í nokkra sjúklinga.
Vestmannaeyja. Tannlæknir er nú setztur hér að. Skólabörn öll
eru undir hans hendi og eftirliti. Ætti að verða að þessu mikil bót.
17. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Veruleg endurbygging á Búðakirkju í Staðarsveit.
Stykkishólms. Sæmileg samkomuhús i öllum hreppum héraðsins.
Mjög myndarlegt félagsheimili er að verða fullgert í Miklaholtshreppi,
og hafa hreppsbúar sýnt mikinn og lofsverðan áhuga og unnið verkið
að verulegu leyti í sjálfboðavinnu. Kirkjur eru allar snotrar og vel
hirtar. Kirkjugarðar i sæmilegu lagi.
Reykhóla. Sumarsamkomuhús gott i Reykhólahreppi. Kirkjum og
kirkjugörðum of lítill sómi sýndur.
Bolungarvikur. Samkomuhús gert fokhelt á árinu.
Sauðárkróks. Samkomuhús vantar mjög' á Sauðárkróki. Hið gamla
er að verða alveg óviðunandi. Er nú ráðgert að stækka það og láta
fara fram höfuðviðgerð á því. Kirkjur hinar sömu og í svipuðu
ástandi og áður. 2 kirkjustaðir eru nú í eyði og hafa raunar verið í
nokkur ár, Ábær í Austurdal og Keta á Skaga.
Óiafsfj. Samkomuhúsið hrörlegt og langt frá því að svara kröfum
tímans, enda ólán frá upphafi. Kirkju og kirkjugarði sæmilega við
haldið.
Grenivíkur. Umgengni um þessi hús og kirkjugarða sæmileg.
Þórshafnar. Samkomuhús Þórshafnar er í einkaeign. Viðhald ekk-
ert, enda er húsið í hörmulegasta ásigkomulagi.
Scyðisfj. Samkomuhús, stórt og veglegt, hefur verið í smíðum síðan
1943. Nú er það orðið bæjarprýði, því að fullgert er það að utan, en
að innan er það enn þá kaldur geimur óinnréttaður. Stendur það fé-
lagslífi fyrir þrifum, að ekkert samkomuhús er til í bænum.
Nes. Ekkert fullnægjandi samkomuhús er í bænum. Barnaskólinn
verður að skjóta skjólshúsi yfir meira háttar hóf, en gainalt sam-
komuhús er mikils til of lítið.
Kirkjubæjar. Félagsheimili í smíðum á Kirkjubæjarklaustri.
Kirkjugarður Prestbakkakirkju var stækkaður og lagfærður og
girtur að nýju.
Vestmannaeyja. Umgengni í samkomuhúsum misbrestasöm, ef
fylliraftar fá að leika lausum hala, en þeir eru teknir, þegar þeir
brjóta og bramla, og gerðir óskaðlegir sér og öðrum, þ. e. settir í
steininn. Umgengni á þessum stöðum að öðru leyti góð.