Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 257
255
18. Meindýr.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Rottueyðingarstarfsemi bæjarins hefur verið endurskipu-
lögð. f stað þess að framkvæma alls herjar rottueyðingu með nokkurra
ára millibili og láta hana tímgast í rólegheitum á milli, hefur nú verið
tekinn upp sá háttur að gefa henni sem allra minnst ráðrúm til þess.
Með stöðugum reglubundnum eitrunum á þeim stöðum,. þar sem
rottan timgast bezt, í svína- og hænsnabúum, i vörugeymslum, í fjör-
uni og öskuhaugum, tekst að koma í veg fyrir, að rottunni fjölgi. Er
þetta fyrirkomulag sízt dýrara en „herferðirnar". Á árinu bárust 1238
kvartanir um rottu- eða músagang. 7680 skoðanir fóru fram í húsum,
opnum svæðum, vörugeymslum o. s. frv., og var rottu og mús útrýmt
á 2449 stöðum. Lagðir voru út 127370 eiturskammtar. Kvörtun barst
frá 1 skipi, en 132 skip voru skoðuð og rottu eða mús var útrýmt í
23 skipum. Kunnugt er um rottueyðingu af öðrum aðilum á 196 stöð-
um. Aðalsteinn Jóhannesson meindýraeyðir hefur annast útrýmingu
annarra meindýra, og hafa meindýr og fjöldi staða verið, sem hér
segir: Veggjalús 45, kakalakar 115, silfurskotta 11, fatamölur 130,
tinusbjöllur 14, mjölmölur 2, líkamslús 2, „clover mite“ 1. Á árinu
var eytt með blásýrugasi á 4 stöðum: tinusbjöllum 2, fatamöl 1 og
stökkmor (collembola) 1. Samkv. skýrslu urn skólaskoðanir voru
6 skólabörn með lús. Sáu skólahjúkrunarkonur um útrýmingu hennar
°g gerðu nauðsynlegar ráðstafanir á heimilum barnanna, sumpart
með aðstoð embættisins.
Akranes. Talsvert um rottur, og var hafin herferð gegn þeim á
árinu. Fækkaði þeim verulega, en sækir nú aftur í sama horf. Veggja-
lýs eða húsaskíti verður hér ekki vart við.
Stykkishólms. Lítið um rottur og mýs í héraðinu, rottur t. d. ekki
til í Stykkishólmi. Kakalaka hef ég ekki orðið var. 1949 fannst veggja-
lús í 6 húsum í Stykkishólmi. Meindýraeyðir útrýmdi þeim, og hafa
þær ekki sézt síðan.
Búðardals. Músagangur hér víða allmikill, enda þótt ráðstafanir
hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir hann með því að eitra fyrir
mýsnar. Ekki er ég samt frá því, að þetta hafi einhvern árangur
borið.
Bolungarvíkiir. Rottur auka hér kyn sitt dyggilega og eru til mikils
baga víða.
Sauðárkróks. Meindýr er inér ekki kunnugt um önnur en rottur.
En af þeim er talsvert, bæði í bænum og sveitinni. Reynt er að halda
þeim i skefjum með því að eitra fyrir þær.
Ólafsfj. Rottuplágan afleit. Aldrei eitrað. Kvikindin gera talsvert
tjón árlega.
Grenivíkur. Rottur eru hér, mest við sjávarsíðuna. Refum virðist
frekar fara fjölgandi. Leggjast þeir þó ekki á sauðfé að ráði. Samt
bafa kindur fundizt dýrbitnar.
Seyðisfí. Eitrað er árlega fyrir rottur, og heldur það rottugangi í
skefjum.
Nes. Meiri háttar herferð gegn rottum var farin hér í liaust, og er