Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 258
256
ekki hægt annað að segja en árangur liafi verið góður ura stundar-
sakir, því að ekki sést eins raikið til þcirra, þó að ekki liafi tekizt,
þrátt fyrir itrekaðar tilraunir, að losa kjallara Iæknisbústaðarins við
rottur vegna hinnar lélegu undirstöðu lians. En það er nú sennilega
hvorki betra né verra en margir læknar verða að hafa, sem búa í
læknisbústöðum frá síðustu öld (að minnsta kosti þeim, sem ég hef
komið í).
Kirkjubæjar. Refum fjölgar enn. Haldið er, að minkar séu komnir
í Skaptártungu.
Vestmannaeyja. Rottur gera talsvert tjón. Eyðing þeirra þykir ekki
svara kostnaði, eða svo licfur mér skilizt á ráðamönnum bæjarins.
19. Störf heilbrigðisnefnda.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. Nefndin hélt 17 fundi á árinu. Tekin voru til meðferðar 70
mál. Auk þess fór nefndin i eftirlitsferðir á ýmsa staði. Mál þau, er
afgreidd voru, skiptast þannig: Leyfi til starfrækslu fengu: 5 mjólkur-
og brauðbúðir, 3 brauðgerðarhús, 2 kjötverzlanir, 4 fiskverzlanir, 4
nýlenduvöruverzlanir, 22 rjómaisframleiðendur og -seljendur og 6
fyrirtæki önnur ýmissa tegunda. Mörg af þessum fyrirtækjum voru
samþykkt til bráðabirgða og önnur með skilyrðum, sem sett voru um
endurbætur. Synjað var: 1 umsókn um fiskverzlun, 1 um kjötgeymslu
og 1 um veitingasölu í kvikmyndahúsi. Synjað var erindi nokkurra
rjómaísframleiðenda um Ieyfi til að framleiða rjómaís með minna
fitumagni en ákveðið er í 105. grein heilbrigðissamþykktarinnar.
Kvartanir um óþægindi vegna hávaða frá verksmiðju voru ræddar á
2 fundum. Með hliðsjón af aðstæðum taldi nefndin ekki grundvöll til
afskipta af sinni hálfu. Auk ofangreindra erinda, sem nefndinni bár-
ust, hefur hún tekið eftirtalin mál til afgreiðslu: Reglur um meðferð,
dreifingu og sölu fisks voru ræddar á 3 fundum i nefndinni og sam-
þykktar. Reglurnar voru staðfestar af bæjarstjórn i júní 1950. Ákveðið
var að leyfa torgsölu á hrognkelsum á 4 stöðum í bænum. Nefndin
ræddi um tvígerilsneyðingu mjólkur, sem átt hefur sér stað, og fól
formanni sínum að senda málið dómsmálaráðuneytinu til frekari
meðferðar. Rætt var um lágmarkskröfur, sem gera skyldi til ógeril-
sneyddrar mjólkur, um gerlafjölda og fitumagn. Rætt var um skort
á umbúðapappír og hreinlætisvörum. Nefndin gerði ályktun um rnálið
og sendi innflutningsyfirvöldunum. Tekin var til umræðu útrýming
útisalerna, enn fremur opin frárennsli í bænum og óskað eftir fastri
áætlun um varanlegan frágang þeirra.
Hafnarfí. Á þessu ári gekk heilbrigðisnefnd frá uppkasti að nýrri
heilbrigðissamþykkt og sendi bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Enn þá
hefur ekki heyrzt neitt frá bæjarstjórn, hvort hún muni samþykkja
þetta uppkast eða ekki, og veit ég ekki hvað veldur.
Akranes. Heilbrigðisnefnd hefur komið saman og' meðal annars
rælt um úrræði til að losna við hina opnu áburðarhauga, sem eru
hér víða. Gerði nefndin það að tillögu sinni, að bæjarstjórn hjálpaði
mönnum til að gera safnþrær með því að lána við i steypumót og ef
4
1