Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 259
257
til vill lána meira eða mimia af byggingarkostnaði. Elvki fékkst sam-
þykki til þessa, m. a. á þeim forsendum, að stefna bæri að því að
banna allt skepnuhald í bænum og væri hér því tjaldað til einnar
nætur. Talsvert hefur borið á því undanfarin haust, að menn slátruðu
té heima og þá úti, þvert ofan í lögreglusamþykkt bæjarins. í haust
auglýsti bæjarfógeti og heilbrigðisnefnd bann við slíku, en því var
lítt sinnt.
Stykkishólms. Frekar fyrirferðarlítil, og samt er ýmislegt, sem
þyrfti að kippa í lag. Sérstaklega er það óviðunandi hér í Stykkis-
hólmi, að fjós og opin haugstæði eru dreifð um allan bæinn til mikils
óþrifnaðar, en hér er við ramman reip að draga. Svona hefur þetta
verið frá alda öðli, og fólki finnst óþarft að vera neitt að hrófla við
þessu. Heilbrigðisreglugerð fyrir kauptúnið er orðin ævagömul og
úrelt, og þarf nauðsynlega að endurskoða hana og færa í meira ný-
tízkuhorf. Væntanlega verður að því unnið á næstunni.
l'ingeyrar. Heilbrigðisnefnd starfar á Þingeyri og heldur fundi, er
þörf krefur.
Sauðárkróks. Heilbi'igðisnefnd starfaði svipað og áður. Lokið var
samningu nýrrar heilbrigðissamþykktar, en hún hefur ekki enn verið
staðfest. Heilbrigðisnefnd lét rannsaka neyzluvatn í bænum, og
reyndist það ekki gott. Hefur enn ekki verið úr því bætt.
Ó/a/s//. Mjólkursölumálið eina málið, sem nefndin fjallaði um á
árinu. I reyndinni er nefndin hálfgerð húmbúgstofnun. I landi kunn-
mgsskaparins hliðra nefndarmenn sér hjá að láta til sín taka, þótt
héraðslæknir vilji meiri röggsemi.
Seyðisfj. Svipuð störf og áður.
Vestmannaeyja. Þrifnaðareftirlit, sem heilbrigðisfuiltrúinn annast.
20. Bólusetningar.
Tafla XIX.
Skýrslur og reikningar um kúabólusetningu á árinu liafa borizt úr
40 læknishéruðum. í öðrum héruðum mun bólusetning hafa farizt fyrir
af ýmsum ástæðum. Taka þessi gögn til 8858 frumbólusettra og 3302
endurbólusettra. Kom bóla út á 80% hinna frumbólusettu og 73%
hinna endurbólusettu.
Læknar láta þessa getið:
Rvik. í aprílmánuði bárust hingað tvisvar fregnir af bólusótt í
Stóra-Bretlandi. Sló við þetta óhug nokkrum á héraðsbúa, m. a. vegna
þess, að allsherjarbólusetning hafði ekki farið fram í héraðinu síðan
1946. Þeir voru því óvenjumargir, sem mættu til allsherjarónæmis-
aðgerðar, sem fram fór í maí- og júnímánuði. Á árinu voru bólu-
settir i héraðinu 8047 manns. Við bólusetninguna var svo að segja
eingöngu notað svissneskt bóluefni. Við bólusetninguna var lögð rík
aherzla á, að húðrispan yrði sem allra minnst og að hún færi ekki
fram úr 3—4 mm. Var þetta gert til þess að draga úr komplíkations-
hættu. Gerð var aðeins ein rispa, á drengjum lateralt á v. upphand-
'egg, á stúlkum venjulega á læri, aftarlega lateralt og ofarlega (fyrir
ofan teygjuband í buxum v. megin). í byrjun allsherjarbólusetningar
33