Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 260
258
var tiltölulega lítið bóluefni fyrir hendi, en pantað bóluefni enn
ókomið. Var bóluefnið því sparað, svo sem frekast var unnt, enda
var ekki notað nema Ys af því magni, sem framleiðandi hafði gert
ráð fyrir, að þyrfti til bólusetningar. Þrátt fyrir litla húðrispu og
mjög lítinn skammt af bóluefni, var verkun af því í allmörgum til-
fellum mjög mikil. Það var þannig engan veginn sjaldgæft að sjá
nekrotisk sár á rispustaðnum, og vottur af vaccinia sást stöku sinn-
um. Bólga var oft talsverð Iókalt og gat breiðst yfir stórt svæði, húðin
yfir henni var rjóð og stundum blásvört, og regionalkirtlar bólgnuðu.
Þessu fylgdi eymsli og hiti, sem ósjaldan var hár, 40—41° C. Talið
er, að 4 ára drengur hafi dáið af hyperpyrexi í sambandi við bólu-
setninguna, en hann var mjög veiklaður fyrir, var mjög gjarnt að
fá háan hita og krampa, ef eitthvað bar út af.
Akranes. Fóru frarn í öllum umdæmum eins og að undanförnu.
Bóla kom vel út að þessu sinni. Nokkur börn bólgnuðu allmikið, en
ekkert barn veiktist alvarlega.
Styklcishólms. Lítið framkvæmdar á árinu vegna farsótta, er gengu
í héraðinu. Bóla kom yfirleitt vel út, en sum börn bólgnuðu talsvert
og fengu allháan hita.
Búðardals. Fóru fram í öllum umdæmum. Nokkuð bar á því, að
börn veiktust og fengju háan hita. Einnig bar nokkuð á auto-
inoculatio.
Reykhóla. Bólusetning fór fram í öllu héraðinu.
Þingeyrar. Bólusett í öllu héraðinu.
Flateyrar. Bólusett í öllu héraðinu, nema á Ingjaldssandi.
Árnes. Bólusetning engin gerð í héraðinu.
Hólmavíkur. Bólusetningar féllu niður í héraðinu vegna kvillasemi
í börnum á bólusetningartíma.
Hvammstanga. Bólusetningar framkvæmdar rækilega í öllum
hreppum héraðsins.
Sauðárkróks. Fór frain í öllum umdæmum, en vanhöld voru á því,
að börn kæmu til bólusetningar.
Ólafsjj. Bólusetning fór fram, og kom bólan vei út. Bóluefnið
kröftugt.
Grenivíkur. Bólusetning fór fram síðast liðið vor. Kom bólan vel út
á frumbólusettum börnum, en á fáum endurbólusettum.
Segðisfj. Bólusetning fór fram í kaupstaðnum 29. og 30. júni. Bóla
kom út á öllum frumbólusettum börnum. Engar komplikationir.
Kirkjubæjar. Tókust vel.
21. Skoðunargerðir eftir kröfu lögreglustjóra.
Frá Rannsóknarstofu Háskólans hefur borizt eftirfarandi skýrsla
um réttarkrufningar, sem þar voru framkvæmdar á árinu 1950:
1. 2. janúar. H. J-son, 65 ára fisksali. Sat að drykkju á gamlaárskvöld, unz
hann, skömmu eftir miðnætti, hallaði sér aftur á bak i stólnum og sofnaði án
þess að virðast tiltakanlega ölvaður. Var borinn inn í rúm, en kl. 3 um nótt-
ina, er kona hans kom inn í svefnherbergið, var haun látinn. Við krufningu
fannst magainnihald i barka og lungnapipum. Auk þess mikil blóðsókn og
bjúgur í iungum. Alkóhól i blóði: 2,47%0. Ályktun: Maðurinn liefur verið