Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 262
260
i heila vinstra megin framan til, og hafði heilinn marizt þar mikið á þrem
stöðum. Auk þess fannst mikil kölkun í vinstri kranzæð hjarta.
14. 17. april. J. E., enskur sjómaður frá Grimsby, óvíst um aldur. Var bjargað úr
skipbroti, en dó skömmu seinna. Ályktun: Sennilcga dáið af kulda eftir að
velkjast lengi í köldum sjó.
15. 21. apríl. J. Ó. G. B-son, 35 ára. Kom drukkinn i heimsókn til bróður síns og
gisti þar. Var lasinn morguninn eftir og fannst látinn skömmu eftir hádegi.
Við krufningu fannst mikil stækkun á hjarta (620 g), 3 göt á einni hjartaloku
(valvula semilunaris aortae), allt að 2 mm í þvermál. Hjarta var fastvaxið
við gollurshús alls staðar, en fastast yfir framhólfum (atria), einkum þvi
hægra. Enn fremur fannst mikil fitulifur (alkoholismus) og hálfgróin herkla-
skemmd i ofanverðu hægra lunga. í hlóði fannst 1,61%® alkóhól. Ályktun:
Ástand lijarta og lifrar hafa sennilega verið samverkandi dánarorsakir, er
maðurinn deyr ölvaður.
16. 27. apríl. Ó. H-son, 50 ára. Fannst andaður í rúmi sínu, án þess að vitað
væri um nokkur undangengin veikindi. Við krufningu fannst mikil blæðing
vinstra megin í heila, sem hrotizt hafði inn í ventriculus lateralis og ruðzt
þaðan inn i ventriculus.
17. 27. apríl. E. S-son, 43 ára. Lenti i sögunarvél með vinstri hönd, svo að hún
lafði aðeins við, og varð að taka hluta hennar af. Sjúklingurinn þoldi mjög
illa svæfinguna, kastaði sífellt upp, var stöðugt blár í framan og andaðist
skyndilega sama kvöldið. Við krufningu fannst mikill bjúgur i báðum lung-
um og lungnabólga ofantil i hægra lunga. Enn fremur svæsið barkakvef
(tracheo-bronchitis purulenta). Ályktun: Sennilegt, að maðurinn hafi verið
orðinn veikur af lungnabólgu, er hann slasaðist, og dáið af lungnabjúg.
18. 2. maí. V. J. E-son, 24 ára. Fannst látinn í skipskáetu, eftir að eldur liafði
verið slökktur i henni. í blóði fannst 1,49%0 alkóhól. Líkið var talsvert brunnið.
Við krufningu kom í Ijós, að kolsýrlingseitrun hafði orðið manninum að bana.
19. 8. mai. G. H. E-son, 46 ára. Var drykkfelldur og hafði drukkið i vikutima sam-
fleytt, er hann fannst látinn i rúmi sinu. Við hlið hans fannst flaska með
blettavatni í. Við krufningu fannst enginn sjúkdómur, að undan skilinni
mjög mikilli fitulifur, þar sem hver einasta fruma var full af fitu. í flösk-
unni reyndist tetraklórkolefni, og sams konar lykt fannst megn af líkinu. í
blóði var 0,41%„ alkóhól og 1,35%0 í þvagi. Ályktun: Tetraklórkolefniseitrun
ofdrykkjumanns.
20. 12. maí. Ósldrt meybarn Þ. G-dóttur, 1 árs. Barnið hafði ekki verið neitt
veikt, svo að vitað væri, er það andaðist skyndilega í rúmi sinu. Við krufn-
ingu fundust lungnapipur fullar af slimi, hvítleitu, einnig smæstu pípurnar
(bronchi capillares). Nýrnahettur voru óvenjulega litlar. Smáblæðingar i
brjóstholi (hjarta og lungum). Ályktun: Sennilegt, að barnið hafi kafnað af
slíminu i lungnapípunum.
21. 13. maí. M. E-son, 65 óra. Var lagður i sjúkrahús, cn fékk aðsvif, er þangað
kom og var þegar örendur. Hafði þjóðst af þvagteppu og legið með þvaglegg.
Við krufningu kom í ljós, að æðastífla hafði verið í bláæð (v. femoralis)
hægra ganglims, og hafði hluti hennar borizt til lungna, stíflað meginæðar
þeirra beggja og leitt þannig til bana.
22. 24. mai. II. S., amerískur vörubílstjóri á Keflavíkurflugvelli, 39 ára. Var að
vinna við járnpipur og snerti háspennulínu með einni þeirra. Hné þegar niður
örendur. Brunablettir á vinstra þumalfingri, lófa megin, og neðan á báðum
iljum voru 3 mm kringlóttir, brunnir blettir, svartir með hvítum hring.
Ályktun: Rafmagnsdauði.
23. 8. júni. J. Br., 55 ára karlmaður. Dó skyndilega að næturlagi, án þess að
hafa fundið til áberandi sjúkleika áður. Við krufningu fannst ferskur blóð-
kökkur í hægri kranzæð hjarta og hin vinstri mjög kölkuð.
24. 16. júni. E. S-son, 76 ára trésmiður. Likið fannst fljótandi i höfninni i Rvík.
Við krufningu fundust greinileg drukknunareinkenni í öndunarfærum. Einnig
mikil kölkun i báðum kranzæðum hjarta og stór, kalkaður lifrarsullur.
25. 19. júní. I. M-son, 46 ára. Fór í bát í skip um miðja nótl, en bátinn rak frá
skipinu. Kastaði hann sér þegar fyrir borð í björgunarhring til að ná bátn-
um, en er hann hætti að hreyfa sig í sjónurn, var honum bjargað upp í bát