Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 263
261
og var þá örendur. Við krufningu fundust greinileg drukknunareínkenní, og
vínlykt benti til, að maðurinn hefði veríð ölvaður (i blóði l,05%o alkóhól).
26. 6. júli. S. B-son, 24 ára. Varð fyrir bíl i Reykjavík og lézt daginn eftir. Hafði
fengið áverka á höfuð, rotaðist, fékk mikinn höfuðverk á eftir og varð síðan
meðvitundarlaus. Smáskrámur á höfði. Við krufningu fannst mikið mar á
heila hægra megin. Hafði mikið blætt úr því og aukið heilaþrýstinginn, svo
að leitt hefur til bana. Enn fremur fannst vottur byrjandi lungnabólgu.
27. 10. júli. P. H-son, 32 ára. Datt af baki á ótemju og meiddist svo að flytja
varð i sjúkrahús. Var með rænu, en hafði verk í hálsi og dofa í handleggjum.
Gat hreyft i öxl og olnboga, en ekki fingur. Báðir ganglimir voru lamaðir og
tilfinningarlausir. Andaðist sólarhring seinna, eftir að hiti hafði farið upp í
41° og öndun verið mjög léleg. í blóði fannst 0,39%o alkóhól. Við krufningu
fannst brot á 6. hálslið og mæna næstum marin í sundur undir brotinu.
Beinflís hafði stungizt inn í mænu. í lungum fannst mikið kveí (bronchitis
purulenta acuta), og hefur það orðið hættulegt vegna lömunarinnar, sem
varnaði sjúkiingnum að hósta upp úr sér, svo að lungnabólga var í upp-
siglingu.
28. 12. júli. G. K-son, 71 árs sjómaður. Hafði verið skorinn upp við æxli i vinstra
nýra fyrir hálfu ári, og gekk lengi á eftir gröftur úr sárinu, sem fram til hins
síðasta var að opnast öðru hverju fyrir grefti. Sjúklingurinn fékk inflúenzu,
mánuði áður en hann lézt, og hrakaði mjög upp úr þvi, unz hann lézt. Við
krufningu fannst mikið krabbamein í þvagblöðru, enn fremur svæsið lungna-
kvef (bronchitis purulenta acuta) í báðum lungum og allmikil þrengsli i
vinstri kranzæð hjarta. Ályktun: Banameinið hefur fyrst og fremst verið
krabbameinið, en lungnakvefið samverkandi dánarorsök.
29. 4. ágúst. I. G-son, 66 ára. Lenti i bílslysi 6 vikum fyrir andlát. Við krufn-
ingu fannst stór igerð í lifur og margar smærri ígerðir i kringum þá igerð.
Brot fundust á 6 rifjum hægra megin, 8—15 sm frá hrygg, öll farin að gróa.
Byrjandi lungnabólga fannst hægra megin, enn fremur allmikil útvíkkun á
nýrnaskálum og þvaggöngum beggja megin af stækkun á blöðrubotnskirtli.
Ályktun: Dánarorsök vafalaust ígerð í lifur, en ekki ljóst, hvernig ígerðin
var til komin. Ekki fannst nein botnlangabólga, maga- eða garnasár, en hins
vegar ekki sýnilegt samband milli rifjabrotanna og igerðanna.
30- 7. ágúst. E. J-son, 72 ára. Fannst látinn i leiguherbergi sínu, þar sem hann
sat á legubekk og hallaðist upp við dogg, en líkið farið að stirðna. Við krufn-
ingu kom í Ijós, að gollurhús var fullt af blóði, sem komið var frá gati á
hjarta og hafði hlotizt af drepi i hjarlavöðvanum út frá kranzæðastiflu.
31. 21. ágúst. B. R. J-son, 53 ára. Fannst látinn úti á bersvæði með brennivins-
flösku við hlið sér. Hafði verið heimilislaus ofdrykkjumaður. Við krufningu
fannst gífurleg fita i lifur og byrjandi lungnabólga. í blóði fannst 1,9%»
alkóhól. Ályktun: Dauði af ofdrykkju.
32. 24. ágúst. H. A. R-son, 1 árs. Varð fyrir bil og dó 2 klst. seinna. Við krufn-
ingu fannst mikið brot á höfuðbeinum, sköddun á heilayfirborði og blæðing
yfir hægra heilahveli. Auk þess lærbrot og grindarbrot hægra megin.
33. 30. ágúst. S. A-son, 1 árs. Barnið fannst látið i rúmi sinu, án þess að tekið
hefði verið eftir sjúkleika þess. Við krufningu fannst svæsið lungnakvef
(bronchitis capillaris) með byrjandi lungnabólgu.
34. 12. september. K. S. F'-son, 3 mánaða. Barnið fannst látið í rúmi sínu, án
þess að hafa verið áberandi sjúkt. Við krufningu fannst mikið slím í barka-
kýli, sem virtist hafa stiflað raddbandaop. Sams konar slim fannst 1 lungna-
pipum, allt niður í hinar smæstu. Enn fremur fundust merki um beinkröm
á háu stigi. Ályktun: Talið mögulegt, að barnið hafi fengið krampa i radd-
böndin, þegar slímið settist i þau, og hafi lokunin á barkakýlinu orðið því
að bana.
35. 15. september. H. V., 35 _ára karlmaður. Hafði vanið sig á eiturlyf, aðallega
amfetamin og svefnlyf. Átti að fara utan á liæli, en kvöldið áður fór hann
niður i kjallara heima hjá sér og fannst látinn þar skömmu seinna. Við
krufningu fannst dökkrauð magaslimhúð, og lagði sterka remmulykt úr
honum, svo að maður fékk særindi i kverkarnar af að vera yfir líkinu. Þrjú