Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 264
262
mismunandi próf á magainnihaldi gáfu öll sterka blásýrusvörun. Ályktun:
Sjáifsmorð með blásýru.
36. 20. september. K. G-son, 47 ára. Fannst meðvitundarlaus liggjandi á götu,
var talinn drukkinn og fluttur í kjallara lögreglustöðvarinnar. Þegar hann
vaknaði ekki næsta morgun, var farið með hann í sjúkrahús. f þvagi fannst
mikil eggjahvíta, rauð blóðkorn og sivalningar. Hitinn fór hækkandi og sjúk-
lingurinn dó 3 dögum seinna. Við krufningu fanust brot á höfuðkúpu og
mikið mar neðanvert á lieila, hægra megin, sem blætt hafði úr. Töluvert mar
fannst í höfuðsverði yfir hvirfli, einkum vinstra megin. Mikil óeðlileg fita
fannst i lifur, sem benti til, að maðurinn hefði verið drykkfelldur.
37. 17. október. H. Ó-son, 35 ára. Datt í höfnina og var fljótlega dreginn upp úr
sjónum af viðstöddum lögregluþjónum, en tókst ekki að lífga hann. Við
krufningu fundust greinileg merki þess, að maðurinn hefði komið lifandi í
sjóinn og drukknað. Vindilstúfur var í munni hans. í blóði hans fannst 1,38%0
alkóhól.
38. 18. október. K. S-dóttir, 66 ára. Varð fyrir bíl og andaðist samdægurs. Við
krufningu fannst mikið mar á heila vinstra megin og blæðing út frá þvi.
Enn fremur fannst sprunga í milti og blæðing út frá henni. Þá fundust
einnig allmiklir marblettir á báðum ganglimum.
39. 29. nóvember. J. J-son, 41 árs. Var barinn af öðrum manni og andaðist sam-
dægurs. Við krufningu fannst samansaumað sár i hnakka og allmikið brot á
hnakkabeini. Enn fremur mikið mar í heila framanverðum, í báðum lobi
frontales.
40. 7. desember. Á. Á-son, 72 ára. Var í heimsókn í sjúkrahúsi í Rvík, er hann
hné niður örendur. Við krufningu fannst ancurysma ventriculi sinistri cordis,
sem stafaði af algerri lokun á vinstri kranzæð. Utan á hjarta sást þetta
aneurysma sem hænueggsstór útbungun neðan á þvi.
41. 8. desember. Þ. O. J-son, 44 ára. Datt í stiga, er hann var að koma heim til
sin og dó samstundis. Við krufningu fannst brot á dens epistrophei, sem
marið hafði mænuna i sundur. í blóði fannst 1,65%« alkóhól.
42. 11. desember. H. S-dóttir, 44 ára. Likið fannst i fjörunni. Hin látna liafði
skilið eftir miða í íbúð sinni, þar sem hún þakkaði hjónunum, sem hún hafði
búið hjá, fyrir allt, og skildi lykla sina eftir. Við krufningu fundust greini-
leg drukknunareinkenni.
43. 19. desember. S. S-son, 26 ára. Var að kveikja undir katli i vélsmiðju, er
sprenging varð í eldstæðinu, svo að hurðin af þvi fauk af og í höfuð manns-
ins, sem kastaðist meðvitundarlaus á gólfið. Var farið með hann í sjúkrahús,
þar sem hann andaðist skömmu seinna. Við krufningu fannst mikið brot á
höfuðkúpu, einkum á luipubotni. Heili hafði marizt mjög mikið, miklar blæð-
ingar fundust i heilavef, sumar allt að þvi vinbersstórar. Ályktun: Þessar
blæðingar, sem voru mestar hægra megin, hafa leitt fljótlega til dauða.
44. 23. desember. J. D-dóttir, 35 ára. Varð fyrir bíl og andaðist á leið í sjúkra-
hús. Við krufningu fannst mjög mikið brot á kúpubotni, þannig að stórt
stykki hafði losnað þar og gengið úr skorðum. Heili var marinn að neðan-
verðu. Mörg rif brotin og blæðingar lU frá þeim. Enn fremur smásprungur i
lifur og milti. Ályktun: Banamein hefur verið brotið á kúpubotni.
45. 23. desember. B. H-dóttir, 48 ára. Konan hafði verið þunglynd undanfarna
daga, fór að heiman 17. desember, en líkið fannst ekki fyrr en 22. s. m. á grúfu
i fjörunni, byrjað að rotna. Við krufningu fundust tveir ferskir, samhliða
skurðir á vinstra úlnlið, sem bentu til, að konan hefði gert tilraun til að
skera á slagæðina. Drukknunareinkenni fundust i lungum. Liffærin voru
blóðrik, svo að sýnilegt var, að ekki hafði blætt úr slagæðinni. í hægra lunga
fundust menjar um berkla og auk þess í hilus þeim megin breytingar, sem
sýndu, að krabbamein var að byrja að vaxa þar í bronchus.
46. 24. desember. H. S-son, 41 árs. Sat um nótt að drykkju með öðru fólki, er
hann hné niður og var þegar örendur. Við krufningu fannst akút nýrnabólga
og mjög mikill bjúgur í lungum, sem liefur leitt manninn til bana.
47. 28. desember. E. G. Þ., 42 ára kona. Tók inn svefnskammta og andaðist að
sögn eiginmanns hennar um stundarfjórðungi seinna. Við krufningu fannst
enginn sjúkdómur, en barbitursalt fannst i maga og lifur. í blóði var 0,60%«