Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 265
263
alkóhól. Ályktun: Konan hefur dáið úr barbitureitrun (sennilega pentemal-
natrium), en vafalaust hefur lengri tími liðiS en stundarfjórðungur frá því,
að konan tók inn lyfið, þangað til hún dó.
Við skýrsluna bætir forstöðuraaður eftirfarandi athugasemd:
Samkvæmt þessu yfirliti hafa 14 af þeim 42 fullorðnum, sem réttar-
krufning hefur verið gerð á, dáið beinlínis af völdurn áfengiseitrunar,
þ- e. þriðji hver maður. Eru þá ekki taldir með þeir, sem misst hafa
lífið vegna ógætilegs aksturs annarra drukkinna manna.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Við voveifleg mannslát og þegar lík fundust, var ég jafnan
kallaður á staðinn af lögreglunni. Var í þeim tilfellum ætíð krafizt
réttarkrufningar. Þó var fallið frá því í 1 tilfelli um mann, er framdi
sjálfsmorð og fannst í útjaðri bæjarins. Vegna barnsfaðernismála
var 6 sinnum óskað álits míns. Kærur til sakadómara fyrir brot á
ákvæðum heilbrigðissamþykktar voru 9; 3 vegna skemmdra matvæla,
6 vegna tregðu á að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisnefndar.
22. Sótthreinsanir samkvæmt lögum.
Tafla XX.
Samkvæmt sótthreinsunarreikningum, er borizt hafa landlæknis-
skrifstofunni, hefur sótthreinsun heimila farið 59 sinnum fram á
árinu á öllu landinu, og eru tíðasta tilefnið berklaveiki (59%),
skarlatssótt (8,5%), en önnur tilefni ekki greind.
23. Húsdýrasjúkdómar.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Niðurskurður sauðfjár fór fram vegna mæðiveiki, og
er nú von um, að takist að vinna bug á þeim ófögnuði. Nokkur fjár-
stofn var þegar fluttur í héraðið, og þótti mörgum nóg um, hve fljótt
var undið að því.
Hvammstanga. Talsvert ber á doða og annarri kvillasemi í kúm
(óheppilegt fóður?). En fé er nú heilbrigt, og eru það mikil viðbrigði
frá þvi, sem áður var.
Blönduós. Ræktun eykst stórkostlega, síðan stórvirkari tæki fengust.
Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott, og má hiklaust
telja, að sauðfjárpestirnar hafi mikið ýtt undir aukna ræktun, vegna
þess að bændur liafa orðið að hverfa að mjólkurframleiðslu í stað
sauðfjárræktar, sem byggist á hinum ágætu beitilöndum héraðsins.
Lokið var hinni miklu brú á Blöndu í Blöndudal.
Sauðárkróks. Fjárskipti hafa nú farið fram i öllu héraðinu; sauðfé
er enn þá fátt, en mun fljótlega fjölga, ef vel gengur með þennan
stofn. Grunur lék á, að garnaveiki hefði gert vart við sig í naut-
gripum.
Olafsfí. Lömb þau, sem bændur fengu í haust, reyndust kvillasöm.
Talsvert um sjúkdóma í kúm.
Kópaskers. Litið bar á sjúkdómum í sauðfé, nema lambaláti á
nokkrum bæjum á Melrakkasléttu. Talsvert bar á doða í kúm, en