Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 266
264
flestar eða allar lifðu hann af. Ein kýr fékk inversio uteri við burð.
Tókst ekki að koma leginu í lag aftur, og varð að drepa kúna.
Kirkjubæjar. Minna bar á doða í kúm. Lungnaormar og blóðsótt
gerir vart við sig í sauðfé. Sullir fara mikið minnkandi.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Læknar láta þessa getið:
Borgarnes. Mjög á orði að byggja einn barnaskóla fyrir alla Mýra-
sýslu utan Borgarness. Skal skóli sá reistur að Stafholtsveggjalaug,
þar nærri, sem húsmæðraskóli er fyrir. Er vænzt framkvæmda, áður
en á löngu líður.
Stykkishólms. Miklar framkvæmdir i héraðinu á síðustu árum.
1949—1950 var lokið við að tengja hina nýju vatnsveitu við hús í
Stykkishólmi. Er veitan mikið mannvirki, um 11 km löng, tekin úr
uppsprettulindum upp í Drápuhlíðarfjalli. Er þetta hið mesta heil-
brigðis- og menningarmál fyrir plássið, og er lítt skiljanlegt, hvernig
fólk hefur áður getað búið við hið óheilnæma og algerlega ófullnægj-
andi brunnvatn, sem stundum þraut algerlega i þurrkum, svo að
sækja varð vatn í tunnum langt upp í sveit. Þá hefur frystihús Sig-
urðar Ágústssonar verið stækkað mikið, og hann hefur einnig byggt
hér síldar- og beinamjölsverksmiðju, svo að nú er hægt að hagnýta
allan fiskúrgang. Stækkuð hefur verið og endurbyggð bátabryggja,
og í ráði er að byggja nýjan haus á hafskipabryggjuna. Miklar rækt-
unarframkvæmdir standa yfir víða í sveitum. Unnin eru stórvirki í
framræslu og þurrkun lands með stórvirkum skurðgröfum og jarð-
ýtum. Talsvert miðar áfram með vega- og brúargerðir, svo að vega-
kerfið um héraðið lengist og' batnar frá ári til árs.
Reyklióla. Fyrirhugaðar miklar framkvæmdir á Reykhólum. Til-
raunastöð í jarðrækt er þar að fullu tekin til starfa, og nú hefur ný-
býlastjórn tekið til ræktunar 120 hektara lands, sem fyrirhugað er
að stofna nýbýli á. Þá var um leið samkvæmt lögum frá Alþingi,
læknisbústaðurinn hér og það land, sem honum fylgdi, tekinn til
eignar og umsjár af ríkinu.
bingeyrar. Rafveitan allmikið stækkuð og jarðstrengur lagður um
þorpið.
Bolungarvíknr. Fiskimjölsverksmiðja var reist og tekin í notkun
snemma á árinu.
Hólmavikur. Samgöngubætur hafa orðið miklar af byggingu fjög-
urra nýrra brúa og bættra vega, þar sem áður voru vegleysur. Unnið
var að byggingu hafnargarðsins á Drangsnesi og rýmkun athafna-
svæðisins við höfnina á Hólmavík. Beinamjölsverksmiðja tók til
starfa og nýtir nú allan fiskúrgang jafnskjótt og' til fellur. Vélakostur
bænda jókst á árinu. Fengu þeir allmargir heimilisdráttarvélar, auk
þess sem búnaðarfélög keyptu 2 stórvirkar jarðvinnsluvélar.
Hvammstanga. Allmikið unnið að jarðabótum á vegum búnaðar-
félaganna með stórvirkum tækjum, skurðgröfum og jarðýtum. Einnig
talsvert unnið að nýlagningu vega.
k