Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 271
Inflúenzuónæmi er hverfult og aldrei haldgott. Er algengt, að sami
maður veikist í hverjum inflúenzufaraldri eftir annan. Stundum virð-
ist þó nokkurt ónæmi haldast milli faraldra, ef skammt er á milli.
En vírusið, sem faröldrum veldur, er ekki heldur alltaf hið sama,
eins og kunnugt er.
Virusstofnar, sem teljast til A-flokks, virðast engin antigen eiga
sameiginleg með stofnum B-flokks, enda hafa mótefni gegn vírus úr
A-flokk enga sýnilega verkun á B-vírus. En auk þess eru svo innan
hvors flokks sundurleitir stofnar að antigengerð, þótt nokkur skyld-
leiki sé milli þeirra innbyrðis.
Ekki er að vænta árangurs af bólusetningu, nema þegar sami stofn
er á ferð og sá, er bólusett var með, eða a. m. k. stofnar með líkri
antigengerð. Þegar svo er, virðist oft nokkur vörn i bólusetningu, þótt
ending sé lítil, líklega sjaldnast heilt ár eða meira. En oft er erfitt að
dæma um árangur, einkum, þegar inflúenza er væg og bólusetning er
ekki hafin, fyrr en sóttin er farin að breiðast út, eins og oft er, þegar
tekizt hefur að ákveða vírusstofninn, sem er að verki, og vinna úr
honum viðeigandi bóluefni.
Yfirleitt bendir fengin reynsla ekki til þess, að það svari kostnaði
og fyrirhöfn að hefja almenna bólusetningu, þegar um væga faraldra
er að ræða, þó að ástæða þyki til að bólusetja fólk, t. d. berklasjúk-
linga, sem ætla má, að hafi minni viðnámsþrótt en gengur og gerist.
Veturinn 1950—1951 gekk allmikill inflúenzufaraldur um Evrópu
og víðar. Til Englands barst hann um áramótin og var talinn þar í
þyngra lagi. Mátti búast við honum á hverri stundu hingað til lands,
og voru gerðar ráðstafanir til að afla bóluefnis til að gripa til, eftir
þvi sem ástæða þætti til.
Æskilegt þótti að haga bólusetningum að nokkru leyti þannig, að
auðið yrði eftir á að meta gildi þeirra. Beitti landlæknir sér fyrir
því, að tilraun yrði gerð i þá átt og heilbrigðisstjórnin legði til bólu-
efni í því skyni.
Bóluefni var frá Englandi; það var polyvalent og innihélt meðal
annars A-prime-stofn frá 1949. Eins og kunnugt er, hafa A-stofnar af
inflúenzuvírusi, sem einangraðir hafa verið úr faröldrum 1947 og
síðar, yfirleitt verið svo nefndir A-prime-stofnar, og þannig var um
faraldurinn hér árið 1951.
Bóluefnið var inflúenzuvírus, drepið með formalíni og adsorberað