Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 272
270
á aluminium fosfat. (Aðferð dr. F. Himmehveit, St. Marv’s Hospital,
London.)
Það varð að ráði að framkvæma þessar bólusetningar í nokkrum
fjölmennum skólum og urðu Menntaskólinn, Sjómannaskólinn og
Kennaraskólinn fyrir valinu. Kunnum við skólastjórum þessara skóla
þakkir fyrir leyfi, er þeir veittu fúslega, og ýmis háttar fyrirgreiðslu
í sambandi við bólusetninguna.
Áður en bólusetning skyldi hafin, var hverjum nemanda afhent
eyðublað til útfyllingar og varðveizlu, þangað til eftir því yrði kallað.
Var þar skýrt frá tilhögun bólusetningar á þessa leið:
„Þeim, sem gefa sig fram til bólusetningar, verður skipt af handa-
hófi í tvo hópa, og verður annar hópurinn bólusettur með bóluefni,
en hinn með óvirku efni. Til þess að fylgjast sem bezt með árangri
bólusetningarinnar, er gert ráð fyrir, að sami læknir skoði alla þá,
sem síðar kynnu að veikjast a'f inflúenzu, og mun skólastjóri gera
lækninum aðvart, er hann fær vitneskju um veikindi nemanda."
Ef nemandi veiktist, skyldi skrá helztu einkenni, eftir því sem til-
tekið var á eyðublaðinu, hvenær veikin byrjaði, hve lengi sjúldingur
var veikur og hvaða læknis hefði verið vitjað.
Þeim, sem áttu vanda fyrir asthma eða vissu sig ofnæma gegn
einhverjum efnum, einkum þó eggjum, var ráðið frá því að gefa sig
fram til bólusetningar.
Höfundar þessarar greinargerðar tóku að sér að sjá um þessa bólu-
setningu og athuganir í sambandi við þær. Verkaskipting var ákveðin
þannig, að J. S. annaðist bólusetningarnar, Ó. Þ. skoðun þeirra, sem
kynnu að taka veikina, en B. S. rannsókn hálsskolvatns (virus) og
blóðs úr nokkrum af væntanlegum sjúklingum.
Bólusetningin hófst í skólunum 30. janúar og var lokið 3. febrúar.
Þátttaka nemenda varð miklu minni, en búizt var við, og var því
fljótt horfið að því að bólusetja með virku bóluefni alla þá, sem gáfu
sig fram, og hafa hina til samanburðar. Ekki var þó gert uppskátt um
þessa breytingu, og vissu þeir, sem gáfu sig fram, því ekki um það,
hvort þeir hefðu verið bólusettir ineð virku bóluefni eða ekki.
Af 742 nemendum í þessum skólum gáfu sig 393 fram, þar af voru
352 bólusettir með virku bóluefni, en 41 fengu saltvatn. Alls voru
því 390 óbólusettir (að meðtöldum þeim, sem saltvatn fengu) til
samanburðar við hina 352 bólusettu. Þá voru og bólusettir 29 stú-
dentar af 88 á stúdentagörðununi, og enn voru nokkrir fleiri bólu-
settir.
Er bólusetningin fór fram, um mánaðamótin janúar — febrúar, var
inflúenza þegar farin að breiðast nokkuð út i Reykjavík (tafla 1), en
engin brögð voru orðin að henni í skólunum, fjarvistir varla meiri en
venjulega. Næslu vikuna komst skráningartalan í héraðinu i hámark
(847), lækkaði síðan, hægt í fyrstu, og virtist faraldurinn að mestu
hafa verið um garð genginn um miðjan marz, sbr. töflu 1.