Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 276
Viðbætir.
Læknaráðsúrskurðir 1952.
1/1952.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 11. marz 1952,
samkvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur 29.
febrúar s. á., óskað umsagnar læknaráðs í málinu: J. J-son gegn S.
J-syni.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 29. október 1950, rétt fyrir kl. 18, varð J. J-son, trésmiður
. .. í Reykjavík, f. 15. nóv. 1886, fyrir slysi á gatnamótum Gunnars-
brautar og Miklubrautar með þeim hætti, að liann skall á hægri hlið
bifreiðarinnar G-..., er var á leið vestur Miklubraut, með þeim af-
leiðingum, að hann féll endilangur á bakið.
Um það, hvernig slysið bar að höndum, eru eigi aðrir til frásagnar
en J. J-son sjálfur og bílstjóri sá, er ók bifreiðinni G-. ...
Bifreiðarstjórinn, S. J-son, varð var við slysið á þann hátt, að hann
heyrði allt í einu, að eitthvað kom við bifreiðina hægra megin aftan
til. Telur hann slasaða einna helzt hafa komið við hægra afturbretti
bifreiðar sinnar, en kveðst ekki geta fullyrt það. Er að slasaða var
komið, lá hann á bakinu, meðvitundarlaus, en beinn og ineð hægri
hönd í buxna- eða jakkavasa.
Slasaði segir sjálfur svo frá slysinu á skrifstofu rannsóknarlög-
reglunnar hinn 10. nóv. 1950:
„. .. Er ég sá bílinn, var hann lcominn svo nærri mér, að ég sá mér
engrar undankomu auðið, og reyndi ég að ná taki á bretti bílsins, um
leið og hægra frambretti hans og hjól lenti á hægra hné mínu og ég
náði einhverjum tökum að mig minnir á liægra frambretti bílsins,
um leið og ég skall í götuna. Ég reyndi að halda mér uppi á brettinu,
til að bíllinn æki ekki yfir mig. Svo missti ég ineðvitund og man
ekkert meir og man ekkert eftir því, að ég kæmi á Landspítalann.
Ég hlaut skurð á höfuðið hægra megin og meiðsli á hægra hné og'
mjöðm. Einnig er ég slæmur í herðunuin og tel það vera eftir takið,
sem ég náði á bretti bilsins . ...“
Eigi mun hafa verið hreyft við slasaða á slysstaðnum, fyrr en lög-
regla og sjúkrabifreið komu á vettvang.
J. var strax fluttur á Landspítalann, og' segir svo um meiðsli hans
í læknisvottorði ..., kandidats, dags. 9. janúar 1951:
„Þann 29. október 1950 var komið með J. J-son, . .., hingað á
spítalann. Kveðst hann hafa orðið fyrir bíl. Voru skurðir á höku hans
og vinstri augabrún. Voru þeir saumaðir saman. Hægra hné var aumt