Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 277
275
og dálítið hruflað og bursitis yfir því, en ekki virtist vera um brot
að ræða.
Mikil vínlykt var af manninum, enda virtist hann töluvert drukk-
inn, hafði hátt og' skammaðist. Var því lögreglan beðin að fara með
manninn af spítalanum, enda virtist ekkert alvarlegt vera að honum.“
Nóttina eftir slysið var J. í fangageymslu í lögreglustöðinni i Reykja-
vík, en J. býr einn í bragga, og mun lögreglunni ekki hafa þótt for-
svaranlegt að skilja hann einan eftir þar. Daginn eftir fór J. þó heim
til sín og lá þar í þrjá daga án þess að leita læknis. Hinn 3. nóv. var
J. settur i varðhald í hegningarhúsinu í Reykjavík til að afplána sektir,
og vitjaði ..., fyrrverandi héraðslæknir, hans í varðhaldið. I vottorði
héraðslæknis, dags. 29. janúar 1951, segir svo:
„J. J-son, 63 ára, ..., kom í hegningarhúsið í Reykjavík þ. 3. nóv-
ember síðastl. Þann dag eða næsta dag á eftir skoðaði ég og gerði við
áverka, er hann kveðst hafa orðið fyrir þ. 29. október næstan á undan.
Eftir því, sem ég bezt man, voru áverkarnir þessir: Skurður vinstra
megin í andliti, er saumaður hafði verið saman, ca. 5—6 cm á lengd,
og tók ég saumana úr honum. Einnig á að gizka lófastórt fleiður um
hægra hné. Einnig kvað hann sig hafa marizt á höfði og víðar.“
Eftir að J. kom úr varðhaldinu, leitaði hann til ... læknis . .. (sér-
fræðings í húðsjúkdómum í Reykjavík), sem athugaði meiðsli hans,
en vísaði honum síðan til ... (starfandi nudd-)læknis ..., þar sem
J. var um skeið í ljósum og nuddi.
Hinn 24. jan. 1951 vottar . .. læknir . .. (fyrrnefndur sérfræð-
ingur í húðsjúkdómum) á þessa leið (rskj. nr. 7): „J. J-son..kom
til mín 10. nóv. 1950. Hafði fleiður á innanverðu hægra hné (grunnt).
Fékk umbúðir.“
Hinn 17. janúar 1951 vottar ... (fyrrnefndur nudd-)Iæknir ... á
þessa leið (rskj. nr. 9):
„Herra J. J-son, .... leitaði mín 3. des. s. 1.
Kveðst J. hafa orðið fyrir bíl 29. okt. 1950 og meiðzt í herðum og
öxlum.
Kvartaði J. urn verki á þessum stöðum og kveðst ekki geta rekið
nagla vegna hægri axlar. Ennfremur kvartaði hann um riðu, hætti
við að ætla að detta út á hægri hlið.
Við rannsóltn reyndust herðavöðvarnir (cucullares) lítils háttar
bólgnir og sárir viðkomu.
Engin hreyfingarhindrun var í axlarliðum, og ekki fundust einkenni
um meiðsli, sem valdið gætu nefndri riðu.
Það skal tekið fram, að ég get ekki sagt ákveðið um, hvort ofan-
nefnd vöðvabólga var afleiðing af meiðslum (contusio), eða sjálf-
stæð vöðvabólga (fibro-myositis), enda erfitt að greina slíkt svo löngu
eftir á.“
Sami læknir vottar ennfremur liinn 22. janúar 1952 á þessa leið
(rskj. nr. 25):
„Til viðbótar vottorði, útgefnu af mér undirrituðum 17. jan. 1951,
skal ég taka eftirfarandi fram:
Enda þótt ekki sé hægt með vissu að segja um uppruna vöðvabólgu
þeirrar, sem ég fann í herðum slasaða, J. J-sonar, við rannsókn 3. des.