Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 278
276
1950, verður þó að telja miklar líkur til þess, að hún stafi af áverka
þeim, er hann hlaut 29. okt. 1950, enda ekki vitað, að hann hafi leitað
læknis vegna verkja í herðum og höfði, né annarra kvilla áður.“
Málið er lagt fijrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
„1. Hvort ætla megi, að vöðvabólga sú, er um ræðir í vottorðum .. .,
(fyrrnefnds nudd-)Iæknis, rskj. nr. 9 og 25, sé sennileg afleið-
ing slyss þess, er stefnandi varð fyrir 29. október 1950.
2. Verði vöðvabólga þessi talin sennileg afleiðing, óskast metin ör-
orka stefnanda hennar vegna, þar með talin framtíðarörorka,
ef um hana er að ræða.“
Tillaga réttarmáladeildar um álgktun læknaráðs:
Samkvæmt vottorði ... (fyrrnefnds nudd-)læknis ... er ekki
unnt að úrskurða, hvort svokölluð vöðvabólga hafi hlotizt af slysinu
29. október eða ekki.
Ef breytingarnar á vöðvunum hefðu verið afleiðing af slysinu, er
sennilegast, að þær hafi stafað af mari, því að annarra breytinga er
ekki að vænta af völdum slyssins samkvæmt vottorðunum. Starfs-
truflanir af vöðvamari eru jafnan mestar fyrst eftir slys.
Telja verður mjög ósennilegt, að kvartanir J. J-sonar 3. desember
1950 og síðan, eigi nokkuð skylt við slysið.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 18. apríl
1952, staðfest af forseta 9. maí s. á. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Með réttarsátt á bæjarþingi Reykjavikur 25. mai 1952 sættist stefndi
á að greiða stefnanda kr. 3 500.00 i bætur og kr. 1 000.00 i vexti og málskostnað.
2/1952.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 11. marz 1952,
samkvæmt úrskurði, kveðnum upp í sakadómi Reykjavíkur s. d.,
óskað umsagnar læknaráðs í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið gegn S.
Þ-syni.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 13. október 1951 kom E. Þ-dóttir, frú, . .., Reykjavík, á skrif-
stofu rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík og skýrði svo frá, að hún
teldi S. Þ-son, ... (í Reykjavík), f. 5. september 1897, hafa átt kyn-
ferðismök við dætur hennar, G. S. I-dóttur, f. 29. mai 1939, og
M. I-dóttur, f. 5. desember 1945.
Við rannsókn málsins hefur eftirfarandi komið i Ijós.
G. S. I-dóttir, sem áður er nefnd, segist hafa kynnzt S. Þ-syni fyrir
um það bil 6 árum, skömmu eftir að hún fluttist á . .. stíg .... Hafi
hann sagzt þekkja föður hennar og hún hænzt að honum. S. hafi
fljótlega farið að káfa á henni og farið með fingurna í klof hennar.
Þetta hafi gerzt nokkrum sinnum og S. stundum gefið henni peninga
fyrir að fá að þukla á henni. Stundum hafi S. viljað vita, hvort nokkur
j