Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 280
278
ér 45 mm að ummáli, en þá lá röndin á meyjarhaftinu þétt að á alla
vegu.
Ályktun:
Skoðun leiddi ekki í ljós neitt, er benti til þess, að hafðar hafi
verið fulllcomnar samfarir við ofannefnda stúlku, og mátti telja úti-
lokað, að getnaðariim fullþroska karlmanns hafi að fullu verið þrýst
gegnum meyjarhaftið."
í réttarhaldi í sakadómi Reykjavíkur 27. október 1951 hefur S. Þ-
son játað eftirfarandi:
Hann kveður það rétt, að M. I-dóttir hafi séð á honum getnaðar-
liminn, er hann var að kasta af sér vatni í þvottahúsinu heima hjá
sér. Hafi M. rétt á eftir komið í skúr hans, þar sem liann vinnur að
dívanaviðgerðum og sagzt hafa séð á honum „pinnann“. Það hafi þá
orðið úr, að hann tók út á sér getnaðarliminn og lét M. fara höndum
um hann, unz hann varð stífur. Hafi hann jafnframt þuklað um
kynfæri M. og honum orðið sáðfall. Hvorki kveðst hann hafa sleikt
kynfæri hennar né hafa farið inn í þau ineð fingur sinn eða getn-
aðarlim. Eigi kveðst hann aftur hafa átt við hana, og annað i skýrslu
hennar telur hann ýkjur einar.
Um G. S. I-dóttur kveður S. það rétt, að hann hafi reynt að hafa
samfarir við hana fyrir 2—3 árum, er hann leigði í ... stræti ....
Honum hafi orðið sáðfall, en sæðið eigi fallið til G. Kunningsskap
sinn og G. telur S. hafa staðið yfir í 1—2 ár. Hann telur, að sér hafi
aðeins einu sinni orðið sáðfall í samskiptum sínum við hana, en hins
vegar hafi hann oftar tekið á kynfærum hennar.
Um skýrslu Ö. Á-sonar og S. F-dóttur segir S. Þ-son, að sig reki
ekki minni til þess, sem þar er greint frá. Hins vegar hafi það komið
fyrir, að S. (F-dóttir) hafi ráðizt að honum og tekið í klof hans, og
hafi hann ávallt tekið það sem stríð hjá lienni.
Um samband sitt við S. F-dóttur og S. J-dóttur segir S. það rétt,
að þær hafi komið í skúrinn til hans. Hafi S. (F-döttir) ráðizt að
honum, tekið í klof hans og komizt inn á hann beran, en hann þá
rekið þær út. Annað í skýrslu þeirra kveður hann rangt
Við rannsókn málsins hefur framburður S. (Þ-sonar) og nefndra
barna verið mjög í samræmi við það, sem að framan er rakið.
Meðan á rannsókn málsins stóð, var kærður, S. Þ-son, í gæzlu-
varðhaldi fram í desembermánuð s. 1., og jafnframt fór fram rann-
sókn á geðheilbrigði hans.
Yfirlæknir geðveikrahælis ríkisins, dr. med. Helgi Tómasson, segir
í læknisvottorði, dags. 2. desember 1951, álit sitt á kærðum S., og er
niðurstaða hans þessi: „Hann er hvorki fáviti, geðveill né haldinn
neinum meiri háttar geðsjúkdómi, en hann hefur aftur á móti sálar-
líf hins kronisks veika og blinda, með minnimáttarkennd, einstæð-
ingstilfinningu og viðltvæmri lund.
Það er um að ræða 54 ára gamlan, giftan mann, sem verið hefur
blindur í 11 ár og hálfblindur í 12 ár þar áður. Hann hefur einnig
liaft margvísleg' önnur, vægari veikindi. Samband hans við konuna
hefur tæplega verið svo gott sem æskilegt hefði verið og kynmök lítil.