Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 283
281
Viðvíkjandi 4. atriði: Ég álít manninn hvorki fávita, geðveilan, né
haldinn neinum meiri háttar geðsjúkdómi, en aftur á inóti að hann
hafi sálarlíf hins krónisks veika og blinda.
Ég tel mig hafa rakið líkurnar fyrir því, hvernig standi á, að ein-
mitt þessi maður verður sekur um þessi glöp.
„Hvort refsing geti borið árangur“, fer auðvitað eftir því, hver
refsingin væri, t. d. myndi ég álíta, að fangelsun eða önnur frelsisskerð-
ing myndi jafnvel stuðla að þvi að gera manninn beinlínis vitlausan.
Kynni mín af manninum eru þau, að málið sjálft, rannsókn þess
og styrr sá, sem orðið hefur kringum það og hann, hafi þegar verið
nægileg refsing til þess m. a. að fyrirbyggja endurtekningar, að
óbreyttri andlegri heilbrigði mannsins.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er álits á læknisvottorðum dr. med. Helga Tómassonar,
dags. 2. desember 1951 og 7. febrúar 1952, og þá einkum, hvort lækna-
ráð telji rétt svar yfirlæknisins við spurningunni um, livort refsing á
hendur ákærðum geti borið árangur.
Málið var lagt fyrir réttarmáladeild ráðsins. Afgreiddi deildin málið
með ályktun á fundi 16. maí, en samkvæmt ósk eins læknaráðsmanns
var málið borið undir læknaráð í heild. Tók ráðið málið til með-
ferðar á fundi 24. júlí og afgreiddi það í einu hljóði með svofelldri
Ályktun:
Læknaráð fellst á það meginatriði í álitsgerð yfirlæknis dr. Helga
Tómassonar um andlegt ástand ákærða, S. Þ-sonar, að hann sé ekki
haldinn meiri háttar geðveiki, en hins vegar svo andlega miður sín,
að vafasamt sé, að fullnusta refsingar heri tilætlaðan árangur.
(Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék sæti dr. med. Helgi
Tómasson, yfirlæknir geðveikrahælis ríkisins, og tók Jóhann Sæ-
mundsson prófessor, yfirlæknir lyflæknisdeildar Landspítalans, sæti
hans í deildinni. Við ineðferð málsins í læknaráði í heild var dr.
Helgi Tóinasson boðaður á fund, en hann vék af fundi áður en
ályktun var gerð.)
Málsúrslit: Með dómi sakadóms Reykjavíkur 3. septcmber 1952 var ákærði, S. Þ-
son, dæmdur i 8 mánaða fangelsi og sviptur kosningarétti og kjörgengi.
3/1952.
Borgardómarinn i Reykjavík hefur með bréfi, dags. 8. apríl 1952,
samlcvæmt úrskurði kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur s. d.,
óskað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 225/1951: V. G-son gegn Ó.
H-syni o. fl.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 30. apríl 1950, um kl. 24, varð V. G-son, ... í Reykjavík, f.
9. nóvember 1901, fyrir slysi á Reykjanesvegi með þeim hætti, að
fólksbifreiðin G-..., eign Ó. H-sonar, . .., Hafnarfirði, sem var á
leið sunnan úr Hafnarfirði, ók á V. með þeim afleiðingum, að hann
hlaut meiðsli á höfði (heilahristing) og opið hrot á hægra fæti.
36