Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 284
282
R. S-son, Hafnarfirði, er var stjórnandi bifreiðarinnar G-...
í umrætt skipti, hefur lýst atvikum að slysinu á þá leið, að hann
hafi verið að aka norður Reykjanesbraut í 3. ganghraða, með lágum
ljósum, á frekar hægri ferð, er bifreið (G-...) kom á móti honum
niður af Öskjuhlíðarbrúninni. Hafi sú bifreið verið með frekar sterk-
um ljósum, án þess að veruleg óþægindi stöfuðu af þvi. Rétt áður en
R. mætti bifreið þeSsari, kveðst liann allt í einu hafa séð mann á
götunni, svo að segja fast fyrir framan bifreið sína. Hann hafi þá
hemlað samstundis, en það ekki skipt neinum toguin, að framhluti
bifreiðarinnar vinstra megin hafi lent á manninum og fellt hann í
götuna. Bifreiðin hafi stöðvazt samstundis og því ekki lent ofan á
manninum, eftir að hann féll í götuna. Er R. sá slasaða fyrst, virtist
honum hann vera fyrir framan bifreiðina nær miðju hennar en sjón-
lína frá stýri, en bifreiðin var með vinstri handar stýri. R. kveðst
ekkert hafa sveigt bifreiðina til, er hann hemlaði, en hemlar biíreið-
arinnar hafi verið ágætir. Eigi kveðst hann heldur hafa orðið var við
árekstrarhögg. Hann hafi farið strax út úr bifreiðinni, er hún var
stöðvuð, vinstra megin, og gengið að slasaða, er var meðvitundarlaus
og iá á grúfu, að því er hann minnir, um hálfan metra frá bifreið-
inni á malbikaða hluta vegarins á að gizka einn eða einn og hálfan
metra frá brún malbikaða vegarlilutans. Slasaði hafi legið beinn í
stefnu bifreiðarinnar aðeins vinstra megin við miðju hennar og fætur
hans snúið að henni.
R. kveðst ásamt E. S-syni og I. H. S-syni, farþegum í G-.. ., hafa
tekið slasaða upp og borið hann út á vestari vegarbrún, til þess að
honum stafaði ekki hætta af umferð, en sjónarvottar, er komu strax
á vettvang, hafi kallað til þeirra að láta slasaða vera, og hafi þeir
félagar þá lagt hann frá sér. Að því búnu kveðst R. hafa ekið á bif-
reiðinni G-. .. niður að Þóroddsstöðum til að gera lögreglunni aðvart
um slysið. R. fullyrðir, að slasaði hafi aðeins einu sinni verið tekinn
upp og færður til, áður en lögreglan kom á vettvang, og bifreiðin
G-... hafi eigi verið hreyfð úr stað, eftir að slysið varð, fvrr en henni
var ekið áleiðis að Þóroddsstöðum.
E. S-son, sem áður er nefndur, kveðst hafa tekið eftir því, að slas-
aði var fótbrotinn, er þeir félagar tóku hann upp, og hafi annar fót-
urinn lafað niður, en ekki kveður liann þá félaga hafa aðgætt, hvort
brotið var opið. I. H. S-son, sem áður er nefndur, kveðst ekki hafa
tekið eftir því, að slasaði var fótbrotinn, og áðurnefndur R. S-son
minnist ekki á þetta atriði.
Framburður vitna þeirra, er leidd hafa verið, eru í aðalatriðum
samhljóða því, er að framan greinir, en þó telja sum vitnin, að slas-
aði hafi sag't nokkrar sundurlausar setningar, strax og að honum var
komið. Ennfremur virðist nokkurt ósamræmi um það, hvort fætur
slasaða sneru að eða frá bifreiðinni G-....
Slasaði virðist hafa komið til meðvitundar, skömmu eftir að bif-
reiðarstjórinn á G-. . . var farinn af stað til að tilkynna slysið.
Veður virðist hafa verið slæmt, regn, sumir segja krapaslydda, og
myrkur og slæmt skyggni.
Er lögreglan kom á vettvang, lcveður hún slasaða hafa legið á veg-